16.09.2012 07:14

Öruggur í kærleika Guðs ...

"Ég mun festa þig mér í trúfesti, og þú skalt þekkja Drottin." Hós. 2:20

Það kann að vera að þú njótir ástar margra enn innst inni er þörfum þínum ekki mætt og þú er óöruggur þar til þú skilur hvernig tilfinningar Guðs eru í þinn garð. Biblían segir að Guð vilji að þú sért hamingjusamur, "Með ævarandi elsku hefi ég elskað þig. Fyrir því hefi ég látið náð mína haldast við þig. Enn vil ég endurreisa þig .... ganga út í dansi fagnandi manna." Jer. 31:3-4. Biblían segir líka að Guð muni aldrei yfirgefa þig, "Ég mun ekki sleppa af þér hendinni né yfirgefa þig." Heb. 13:5. Ósjálfrátt hugsar maður nú samt, "hvað með bresti mína og galla?" Þá er gott að hafa í huga að ekkert varðandi mig kemur Guði á óvart eða breytir hugarfari hans gagnvart mér. Hann breytist ekki, "Þótt vér séum ótrúir, þá verður hann samt trúr" 2. Tim. 2:13. Svo segir Biblían að ég sé dýrmætur í augum Guðs, "Óttast þú eigi, því að ég frelsa þig. Ég kalla á þig með nafni, þú ert minn. Gangir þú gegnum vötnin, þá er ég með þér, gegnum vatnsföllin, þá skulu þau ekki flæða yfir þig. Gangir þú gegnum eld, skalt þú eigi brenna þig, og loginn skal eigi granda þér. Því að ég, Drottinn, er Guð þinn .... þú ert dýrmætur í mínum augum og mikils metinn, og af því að ég elska þig .... Óttast þú eigi, því að ég er með þér." Jes. 43:1-5. Eitt er það enn sem Biblían segir um tilfinningar Guðs í þinn garð og það er að hann tekur aldrei augun af þér, "Enginn er sem Guð Jesjúrúns, er ekur yfir himininn til hjálpar þér .... Hæli er hinn eilífi Guð, og hið neðra eru eilífir armar. Hann stökkti óvinum þínum undan þér." 5.Mós. 33:26-27

Hvað get ég svo lært af öllu þessu? Jú, að lifa í kærleika Guðs, það er öruggasti staður á jörðinni.

                                 

Flettingar í dag: 181
Gestir í dag: 47
Flettingar í gær: 294
Gestir í gær: 91
Samtals flettingar: 2046341
Samtals gestir: 205135
Tölur uppfærðar: 2.12.2021 06:01:49