09.09.2012 05:09

Kærleikur Krists ...

Það stórkostlega við kærleika Krists er ekki það að hann veit um og fyrirgefur allar syndir mínar úr fortíðinni heldur að hann veit um og hefur ákveðið að fyrir gefa þær sem í framtíðinni eru líka. Kvöldið áður en Jesús var krossfestur þá þvoði hann fætur lærisveina sinna og sagði, "þú skilur seinna það sem ég geri." Hann vissi að þeir voru um það bil að gera það hræðilegasta sem þeir höfðu nokkurntíman gert, að yfirgefa hann.  Að morgni næsta dags mundu þeir vera niðurlútir og skömmustulegir. Þegar það gerðist vildi hann að þeir hugsuðu til þess þegar hann þvoði fætur þeirra. Athyglisvert . Hann lét þeim í té miskunn áður en þeir þurftu á henni að halda og hann fyrirgaf þeim synd þeirra áður en þeir framkvæmdu hana. Djúpt snortnir og knúnir af kærleika hans, áttu allir nema einn eftir að fara út með fagnaðarerindið og gefa líf sitt í þjónustu við hann. Páll skrifaði, "Kærleikur Krists knýr oss." 2. Kor.5:14  Kærleikur Krists til mín er; það eina stöðuga í heimi sem er alltaf að breytast, hann er það sem dregur mig aftur til hans í hvers sinn sem ég fell, og hann er drifkrafturinn sem veldur því að ég vil gefa honum allt. "blóð Jesú, sonar hans, hreinsar oss af allri synd." 1. Jóh.1:7 Sannleikurinn er sá að blóð Jesú er stöðuglega að heinsa mig. Hreinsunin er ekki loforð fyrir framtíðina heldur raunveruleiki í nútíðinni. Komi blettur á sálina þá er hann þveginn í burtu. Enn þann dag í dag þvær Jesús fætur lærisveina sinna. Hann þvær burt synd mína. Sú staðreynd mun örva mig meira en nokkuð annað til þess að lifa fyrir hann.

                            

Flettingar í dag: 638
Gestir í dag: 130
Flettingar í gær: 4097
Gestir í gær: 126
Samtals flettingar: 870776
Samtals gestir: 54447
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 19:01:49