02.09.2012 09:25

Nýttu tækifærið ...

"hennar heill er yðar heill"  Jer. 29:7

Eru kringumstæðurnar aðrar en ég hefði kosið? Ef svo er þá hefur Drottinn orð að mæla, sem ég  vil ef til vill ekki heyra. Það er sama orð og Jeremía kom með til þjóðar sinna þegar hún var í útlegð í Babýlon, langt frá þeim sem voru þeim kærir; "Þið eruð ekki að fara heim á næstunni, þannig að þið skuluð breyta hugarfari ykkar, komið ykkur fyrir og gerið sem best úr hlutunum. "Reisið hús og búið í þeim. Gróðursetjið garða og neytið ávaxta þeirra. Takið yður konur og getið syni og dætur. Takið sonum yðar konur og giftið dætur yðar svo að þær eignist syni og dætur og yður fjölgi þarna en fækki ekki. Vinnið að hagsæld þeirrar borgar sem ég gerði yður útlæga til. Biðjið Drottin fyrir henni því að hennar heill er yðar heill." Jer. 29:5-7  Ísraelsmenn voru í útlegð því Drottinn hafði leyft það að þeir væru herteknir. Gæti það verið, að ég sé þar sem ég er í lífinu því Drottinn vilji að ég sé til blessunar fyrir þá sem í kringum mig eru? Ekki nákvæmlega það sem mér hefði dottið í  hug! En ef til vill væri réttast að byrja að sá í líf annara, því sem ég vil uppskera í eigin lífi, en ekki setja allt í biðstöðu og bíða þess að eitthvað breytist. Þá er auðvelt að spyrja, "Af hverju?"  Jú, þegar þeir njóta blessunar, þá geri ég það líka! Hvernig í ósköpunum get ég verið viss um það? Jesús sagði, "Gefið og yður mun gefið verða. Góður mælir, troðinn, skekinn, fleytifullur mun lagður í skaut yðar. Því með þeim mæli, sem þér mælið, mun yður aftur mælt verða." Lúk. 6:38   Ég var að lesa um George Washington, fyrsta forseta Bandaríkjanna, en konan hans Martha Washington sagði, "Ég er ákveðin í því að vera glaðvær og hamingjusöm í hverjum þeim kringumstæðum sem ég lendi í. Ég hef lært að stærsti  hlutinn af hamingju eða eymd er undir lunderni okkar komið, en ekki kringumstæðum okkar." Þetta hljómar ekki ósvipað því sem Páll sagði, "Ég kann að búa við lítinn kost, ég kann einnig að hafa allsnægtir. Ég er fullreyndur orðinn í öllum hlutum."  Fil. 4:12 Ef takmarkið er að komast frá þeim stað að lifa af til þess að blómstra, þá er ráðið að nýta sem best tækifærin þar sem ég er. Guð er með í öllum kringumstæðum!

                                        

Flettingar í dag: 250
Gestir í dag: 52
Flettingar í gær: 294
Gestir í gær: 91
Samtals flettingar: 2046410
Samtals gestir: 205140
Tölur uppfærðar: 2.12.2021 07:04:40