24.08.2011 15:32

Guð er að undirbúa mig ...

"Enginn byggir nema  að reikna fyrst út hvað það kostar."  Lk. 14.28

Áður en Guð gefur meira athugar hann hvernig ég hef farið með það sem ég hef nú þegar fengið. Það sem meira er, þá er það þannig að orðin sem hann hefur talað inn í líf mitt eru eins og sáðkorn, þau þarfa að skjóta rótum og fá tíma til að vaxa. Það er ástæðulaust fyrir mig að verða óþreyjufullur ef Guð hefur áætlun með líf mitt. "Þótt töf verði á skaltu bíða engu að síður því að þetta rætist vissulega og án tafar." Hab.2.3 Þolinmæði þroskar innra með mér hæfileikann til að standast álagið sem fylgir blessuninni. Þegar ég lít um öxl þá sé ég einmitt hvernig sumt af því sem gerst hefur í lífi mínu er það sem hefur hjálpað mér að höndla þá hluti sem eru að gerast í dag. Ég er ekki viss um að ég hefði getað staðist hefðu þeir gerst á öðrum tíma, í öðrum kringumstæðum, þannig birtist kærleikur Guðs til mín að hann vissi nákvæmlega hverjar kringumstæður mínar voru en samt notaði hann mig og greip síðan inn í á réttum tíma. Í dag hefur Guð gefið mér náð og styrk til að höndla gagnrýni fólks því ég veit betur en nokkru sinni að hann er með mér, og hef fengið að höndla hluti í lífinu sem fjörtuðu mig, ég er frjáls. Spurningin sem ég stend alltaf frammi fyrir er, hvort ég sé tilbúinn fyrir næsta skrefið og hvort ég hafi styrk til að taka það? Því meira sem mér er falið því meiri verður ábyrgðin. Jesús sagði, "enginn byggir án þess að reikna fyrst út kostnaðinn." Allt of oft hef ég viljað hluti því að aðrir hafa átt þá, og ég hef talið mér trú um að þeir gætu veit mér meiri hamingju. Þeir sem vilja eignast maka og börn ættu að spyrja sjálfan sig hvort þeir séu tilbúnir fyrir færa fórnirnar sem þarf? Þegar hugsunin er "ég þarf að eignast eiginkonu" kemur spurningin strax til baka, "er ég tilbúinn að gefa líf mitt í sölurnar fyrir hana " Ef.5.25. Það er svo mikill friður sem fylgir því að vita að það er ekkert sem gerist í lífi mínu sem getur slitið mig úr hönd föðurins. Því er ég svo staðráðinn í að, "vona á Drottin og gef gætur að vegi hans, hann mun hefja þig upp, að þú erfir landið"  Slm.37.34

Ég vil fagna og gleðjast því Drottinn er að slípa mig til og gera mig hæfan til sérhvers góðs verks, honum til dýrðar.

                                                  

Flettingar í dag: 39
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 94
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 1568330
Samtals gestir: 167470
Tölur uppfærðar: 28.3.2020 13:46:22