28.01.2010 16:49

Ekki aftur snúið

Ekki aftur snúið ...

Hb.11.16     "En nú þráðu þeir betri ættjörð og himneska. Þess vegna blygðast Guð sín ekki fyrir að kallast Guð þeirra því að borg bjó hann þeim."  

Abraham hafði ekki hugmynd um það hvert Guð ætlaði með hann; það eina sem hann var viss um var að hann gat ekki verið þar sem hann var. Hvernig förum við að því að útskýra það ? Án þess að efast um Guð þá lesum við, "Fyrir trú hlýddi Abraham, er hann var kallaður, og fór burt til staðar sem hann átti að fá til eignar. Hann fór burt og vissi ekki hvert leiðin lá."  Hb.11.8 Þegar hann var lagður af stað þá hvarflaði aldrei að honum að snúa við, sama hversu erfiðar kringumstæðurnar vor.  Hann vissi fyrir víst að Guð var ekki þar ...  Jefta er getið í Ritningunni vegna stórkostlegs sigurs sem hann vann á Ammónítum og vegna heits sem hann vann Guði fyrir bardagann, heit sem hann vildi ekki brjóta.  Dóm.11.35  "Ég hef lokið upp munni mínum við Drottin og ég get ekki tekið heit mitt aftur."

Það sem hélt Ísraelsmönnum í eyðimörkinni var að þeir voru endalaust að horfta um öxl, aftur til lífsins í Egyptalandi.  Í hvert einasta skipti sem Guð sagði "Farið til Kananlands" sögðu þeir "Já, en í Egyptalandi höfðum við  ....."  Sumir eiga í stökustu vandræðum með að njóta kritna lífsins því þeir eru stöðuglega að hugsa um það hversu skemmtilegir  hlutirnir voru í gamla lífinu. Eins og Ísraelsmenn þá er okkur títt hugsað til gömlu góðu daganna í Egyptalandi á meðan við horfumst daglega í auga við vandamálin sem upp koma í eyðimörkinni. Ef við hugsum þannig þá göngum við í hringi. Guð er ekki í fortíðinni, hann er í framtíðinni þinni.  Lestu gaumgæfilega, "Hefðu þeir haft í huga ættjörðina sem þeir fóru frá, hefðu þeir haft tíma til að snúa þangað aftur. 16En nú þráðu þeir betri ættjörð og himneska. Þess vegna blygðast Guð sín ekki fyrir að kallast Guð þeirra því að borg bjó hann þeim."  Hb.11.15-16

Þegar við höfum gengið með Guði, þá er ekki hægt að snúa við aftur !

                                 

Flettingar í dag: 74
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 59
Gestir í gær: 16
Samtals flettingar: 1589413
Samtals gestir: 169084
Tölur uppfærðar: 26.5.2020 07:21:55