13.11.2009 13:29
Að treysta Guði fyrir miklum hlutum
Mt.19.26 "Guði er ekkert um megn."
Enskt
ljóðskáld skrifaði;
"Varastu
þá sem standa afsíðis,
og
mæta öllum kringumstæðum með átölum.
Heimurinn
stæði kyrr
ef
þeir sem stjórnuðu væru þeir sem segðu alltaf,
"Þetta er ekki hægt.""
Láttu
ekki orðin "EKKI HÆGT" stoppa þig.
Jesús sagði, "Guði er
ekkert um megn"
Ef þeir sem breyttu
heiminum hefður látið alla "óhugsandi" hluti kyrra, lifðum við enn í svörtustu
forneskju.
1. Þýskir sérfræðingar áætluðu að lestar
sem ferðuðust á 40km hraða á klst. myndu valda alvarlegum hávaða og að
farþegarnir myndu kafna þegar þeir keyðu í gegnum jarðgöng. Bandaríkjamenn
bættu um betur og sögðu að það þyrfti að opna fleyri geðveikrahæli því fólk
myndi missa vitið þegar það sæi fyrstu lestarnar.
2.
Þegar YWCA (Young Women´s Christian Association) Kristilegt félag ungra
kvenna auglýsti fyrsta vélritunarnámskeiðið fyrir konur komu fram hörð viðbröggð
sem sögðu "að líkamsbyggingu kvenna
myndi hraka vegna slíks álags."
3.
Sérfræðingar héldu því fram að járnskip ættu aldrei eftir að fljóta,
járnið ætti eftir að eyðileggja möguleikan á því að nota kompás.
4.
Árið 1797 fordæmdu bændur í New Jersey fyrsta plóginn sem smíðaður var
úr smíðajárni með þeim rökum að hann myndi eytra jarðveginn og ýta undir vöxt
illgresis.
Orð sérfræðinganna !!
Flest
erum við þannig gerð að okkur hættir til að hafa trú fyrir litlu frekar en miklu.
Hugsjón er frumskilyrði til að komast af. Hugsjón frá Guði er aðeins hægt að
meðtaka í trú og henni er viðhaldið með bæn og eldsneytið er Orð
Guðs.
Spurningin
er ekki um það hvað þú getur gert, heldur hvað Guð getur gert í lífi þínu þegar
það er fullkomlega gefið honum. Hugsjón kemur í kring hlutum sem stand
utan þess sem við teljum fyrirsjáanlegt, öruggt og þess sem við væntum. Okv.29.18 "Þar sem engar vitranir eru týnir fólk áttum." Ef Guð hefur gefið þér
hugsjón - fylgdu henni og treystu Guði fyrir meiru og stærri hlutum.
Það
sem skylur að sigur og tap er - undirbúningurinn
! Það sem Jesús gerði árla
morguns og seint um kvöld, var undirbúningur - hann bað... Ef þú ætlar að vaxa í Guði þá verður það að undirbúa sig að verða hluti af
daglega lífinu. Þú mátt aldrei hætta að spyrja Guð, "Hvað viltu að ég geri?" Skipstjórinn á Queen Mary var spurður
að því hversu langan tíma það tæki að stopp skipið, og hann svaraði, "Rétt
rúmlega eina mílu!" síðan bætti hann við, "Góður
skipstjóri hugsar að minsta kosti eina mílu framm í tímann." Árangur þinn
ákvarðast alltaf af því hversu mikils virði hluturinn er þér og hversu mikið þú
ert tilbúinn til að undirbúa þig.
Okv.24.3 "Af speki er hús reist og af skynsemi verður það staðfast."
Alexander Hamilton (1755/57 - 1804), einn af þeim mönnum sem löggðu grunninn að
Bandaríkjunum, fyrsti fjármálaráðherrann sagði: "Menn segja mig snilling, en öll mín snild er fólgin í þessu; þegar ég stend frammi fyrir verkefni þá
kanna ég það til hlýtar."
Þannig, að ef þú vilt ná árangri - undirbúðu þig vel.