12.06.2008 20:08

Að elska Guð á hverjum degi.


"Hann svaraði honum: Elska skalt þú Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni og öllum huga þínum.  Þetta er hið æðsta og fremsta boðorð."            Matt 22:37-38

  • Hvernig er háttað bænarlífi þínu ?
  • Hvernær var það síðast sem þú varst ein (einn) á bæn þar til þú fannst að þú varst ekki lengur ein (einn)?
  • Hversu mikið elskar þú Orð Drottins?

Samband okkar við Drottinn verður stöðuglega að vera í vexti. Bæn, að elska Orðið, að játa og tala út það sem tilheyrir Guði eru leiðir til að líf okkar verði gagntekið af ást til Drottins. Við verðum að verða ástfangin af Jesú og halda áfram að vera ástfangin af honum. Hann er fyrsta ástin í lífi okkar.

Til að efla okkar lóðrétta ástarsamband við Guð eru þrjár leiðir, bænin, Orðið og tilbeiðslan. Samkomur mega ekki vera eini tíminn í vikunni sem við tjáum Guði ást okkar. Það verður fyrst sprenging í lofgjörð kirkjunnar þegar bænin, Orðið og tilbeiðslan eru hluti af kærleikssambandi okkar við Föðurinn á hverjum degi. Máttlaus lofgjörð endurspeglar það að við eigum ekki samfélag við Guð.
Of margir lifa eins og trúleysingjar. Þeir dansa, syngja, hrópa og biðja í tungum í kirkjubyggingunni en í raun eru líf þeirra innantóm musteri. Þú munt aldrei þjónusta til Drottins í sameiginlegri lofgjörð og tilbeiðslu nema þú þjónustir til hans daglega í þinni persónulegu tilbeiðslu, bæn og tíma sem þú eyðir í að rannsaka Orð Guðs.

Gefðu þér tíma í dag til að elska Drottinn í bæn, tilbeiðslu og að lesa í Orði Guðs.
                                                       

Flettingar í dag: 897
Gestir í dag: 89
Flettingar í gær: 976
Gestir í gær: 137
Samtals flettingar: 872011
Samtals gestir: 54543
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 22:51:05