CMA Ísland


Nokkuð sem byrjaði árið 1975 þegar einstaklingur ámótorhjóli vildi hlýða Guði, hefur vaxið þannig að það er orðið að alheimssamtökummeð þúsundum meðlima, hópa í öllum fylkjum Bandaríkjanna og starfandi í meiraen 30 löndum um allan heim. Meðlimirnir upplifa stöðugt nýja hluti þegar þeireru virkir þátttakendur í "hópnum sínum".Sterk vinátta verður til á grundvelli sameiginlegs áhuga á trú, fjölskyldu og mótorhjólum. Þátttaka í CMA veitir þér ánægjunaaf því að hitta skemmtilegt fólk til að ferðast með, fólki sem þykir vænt umþig, sýnir þér áhuga, styður við bakið á þér og uppörvar þig.

 

CMA er vingjarnlegur hópur mótorhjólafólks þar sem JesúKristur er hyrningarsteinninn. Boðun er hjartslátturinn í CMA. Þó svo að þúgetir að sjálfsögðu verið  hluti af CMAeingöngu til skemmtunar og félagsskaps, þá er það að deila fagnaðarerindinu ísamfélagi mótorhjólafólks, köllunin á líf okkar. Um hverja einustu helgi, farameðlimir CMA út á götur og stræti, með kærleika Krists í farteskinu til þeirrasem eru þurfandi , tilbúnir til að aðstoða hvar sem þörfin leynist þegarmótorhjólafólk kemur saman. Meðlimir CMA leita uppi tækifærin til að vera "Hér ef þú þarfnast okkar" hvernær semer og hvar sem er. Á þennan hátt hafa milljónir einstaklinga um allan heimorðið fyrir áhrifum af kærleika Krists.

 

Ef þú ert að leita að stað þar sem þú getur notið ánægjunnarað keyra mótorhjól í hreinu og öruggu umhverfi, komdu þá og keyrðu með okkur. Ef þú ert að leita að stað til aðvera með öðrum kristnum einsaklingum og keyra mótorhjól, komdu þá og keyrðu með okkur. Ef þú ert að leita að stað þar sem þúgetur notið þess að keyra mótorhjól og deila kærleika Jesú með öðrum, komdu þá og keyrðu með okkur.

 

"Breytumheiminum, einu hjarta í einu !" 

   Hvað er CMA ?The Christian Motorcyclists Association er "a non-profit", þverkirkjuleg samtök með það markmiði að deila fagnaðarerindi Jesú Krists; fyrst og fremst en ekki eingöngu meðal bifhjólafólks og allt sem það felur í sér. Frá upphafi um miðjan áttunda áratuginn, hefur CMA vaxið í það að verða alþjóðlegt starf með  virkum þátttakendum í 27 löndum og auk þess á byrjunarstigi í 7 löndum.

John Ogden Sr. (CEO ofCMA USA) hefur umsjón með CMA um allan heim og stjórnar CMA í Ameríku. René Changuion (Forseti CMA Suður-Afríku) hefur umsjón með CMA í Evrópu og Afríku.CMA vinnur ötullega í öðrum heimshlutum með því að aðstoða við stofnun og vöxt nýrra CMA hópa í öðrum löndum.

 

Hugsjón CMA International:

Að ná til mótorrhjólafólks um allan heiminn með fagnaðarerindi Jesú Krists.

CMA International Mission:

Að safna saman og þjálfa hóp kristins mótorhjólafólks um allan heim sem verður mjög sýnilegt og trúverðugt þegar það fer út á götur og stræti með samúð án málamiðlunar.

Við munum ná hugsjóninni með:

  Trúboði á meðal mótorhjólafólks

  Að tengja saman þjónustu CMA undir sama merki.

  Vinna að samstöðu og framgangi CMA á nýjum stöðum þannig að öllum gangi eins vel og mögulegt er.

  Leysum mál sem upp kunna að koma með kærleika Guðs orðs.

  Þjálfa og undirbúa leiðtoga og meðlimi til aðfara rétt með sannleikan í Guðs orði í lífum þeirra og ferðum.

  Árlegum samverum leiðtoga. Hver og einn leiðtogi taki með sér einstaklinga úr hópnum sínum.

  Ákvarðanir eru teknar af þeim sem leiða starfið á hverjum stað og þurfa að vera í einingu. Þegar við höfum tekið ákvörðun þá erum við sammála um að styðja hana.

  Þegar mögulelgt er þá höldum við Leiðtogasamverur í tengslum við hópbyggingu og trúboðsverkefni.

  Ársfjórðungsleg skýrsla til CMA International Coordinator sem mun birtast á heimasíðu CMA International þar sem tenging er fyrir hverja og eina þjóð.

Kenningargrunnur:

The Christian Motorcyclists Association er þverkirkjuleg og byggir starf sitt á trúboði. Viðtrúum því að:

  Biblían er innblásið og óskeikult Orð Guðs.

  Einn Guð, eilífur og þrjár persónur: Faðir,Sonur og Heilagur Andi.

  Einstök fæðing og guðdómur Krists, yfirnáttúrulegur dauði hans, líkamleg upprisa hans og burthrifning.

  Frelsun fyrir blóð Jesú Krists.

  Einstakur kraftur Heilags Anda sem gerir hinumtrúaða mögulegt að lifa helgu lífi.

  Endukoma Jesú Krists.

Gildin:

  Sem meðlimir í CMA munum við ekki gera neitt sem hefur neikvæð áhrif á starf CMA í öðrum löndum.

  Við munum gefa okkur í reglulega bæn fyrir því að Guð muni breyta og styrkja okkur í því að lifa samkvæmt orði hans.

En ég segi: Lifið í andanum og þá fullnægið þið alls ekki girnd holdsins. Holdið girnist gegn andanum og andinn gegn holdinu. Þau standa hvort gegn öðru til þess að þið gerið ekki það sem þið viljið. En ef þið leiðist af andanum þá eruð þið ekki undir lögmáli.

Holdsins verk eru augljós: frillulífi, óhreinleiki, saurlífi, skurðgoðadýrkun, fjölkynngi, fjandskapur, deilur, metingur, reiði, eigingirni, tvídrægni, flokkadráttur, öfund, ofdrykkja, svall og annað þessu líkt. Og það segi ég ykkur fyrir, eins og ég hef áður sagt, að þeir sem slíkt gera munu ekki erfa Guðs ríki.

En ávöxtur andans er: kærleiki, gleði, friður, langlyndi, gæska, góðvild, trúmennska, hógværð og sjálfsagi. Gegn slíku er lögmálið ekki. En þeir sem trúa á Krist hafa krossfest holdið með ástríðum þess og girndum.

Fyrst andinn hefur vakið okkur til lífs skulum við lifa í andanum. Verum ekki hégómagjörn svo að við áreitum og öfundum hvert annað. (Galatabréfið5:16-26)
Flettingar í dag: 154
Gestir í dag: 41
Flettingar í gær: 294
Gestir í gær: 91
Samtals flettingar: 2046314
Samtals gestir: 205129
Tölur uppfærðar: 2.12.2021 05:29:14