Til Knoxville

Það voru vel hvíldir ferðalangar sem fóru snemma á fætur til þess að takast á við verkefni dagsins sem var að keyra frá Nashville til Knoxville. Eftir að búið var að tanka og leggja daginn í Guðs hendur var lagt af stað. Ákveðið var að reyna að halda sig frá hraðbrautunum og keyra um sveitina, þetta gekk bara nokkuð vel og ókum við um frábært landsvæði. Mikið að sjá og einstaklega gaman að fá að njóta þess að sjá allt vera að klæða sig í haustlitina.
Þetta svæði er mikið gróið og vona ég að það sjáist vel á myndunum sem við höfum sett inn. Ferðin gekk vel og eftir langa keyrslu og að hafa tapað enn einum klukkutíma á klukkunni þá komum við til Knoxville og fundum okkur gistingu á Econo Lodge, með útisundlaug og var farið beint í það að nota hana. Að því loknu var komið að því að fá sér eitthvað í svanginn og var farið á Cracker Barrel, skemmtileg upplifun að því mér finnst, eftir það fóru einhverjir og fylltu farartækin af eldsneyti og síðan var bara að koma sér í háttinn.
Framundan er strembið verkefni sem er að fara um "Tail of the Dragon" sem er 11 mílur og aðeins 318 beygjur. Þarna hafa orðið mörg alvarleg slys og þó nokkur dauðaslys en við treystum því að Drottinn sé með okkur í för og munum fara að öllu með gát, því er nauðsynlegt að taka sér góðan tíma til að hvíla sig áður en lagt er af stað. Talað er um að það geti verið þoka í fyrramálið svo við munum reyna að fara ekki of snemma af stað.


Þetta er sannarlega stórkostlegasti vegakafli sem menn geta ekki staðist að reyna við á mótorhjóli. Við notum orðið "staðist" með réttu. Þetta er vegur sem marga dreymir um að fara, en um leið hafa orðið þarna þó nokkur alvarleg slys. Á hverju ári verða nokkur slæm óhöpp á þessum vegi þannig að það er öllum best að fara varlega og passa að Drekinn nái ekki yfirhöndinni.



Flettingar í dag: 605
Gestir í dag: 56
Flettingar í gær: 1064
Gestir í gær: 53
Samtals flettingar: 1671239
Samtals gestir: 86884
Tölur uppfærðar: 23.1.2025 07:58:00