Dagur 15
Já, miðvikudagur 01. október og ferðinni er heitið til Memphis.
Þar er náttúrulega fyrst og fremst ætlunin að skoða "Graceland", heimili Elvis Presley. Við höfðum undirbúið okkur undir langan dag og mikla keyrslu því við höfum hugsað okkur að fara áleiðis til Nashville eftir að við höfum skoðað Graceland.
Dagurinn byrjaði á því að það þurfti að laga framdekk á bílnum sem við erum með í ferðinni en það hafði komið skrúfa í það og lak það öllu lofti. Að því loknu var bara að koma dótinu fyrir fara yfir plan dagsins og leggja í hann. Það gekk vel að fikra sig í átt til Memphis og áfram vorum við að reyna að vera eins mikið á sveitavegum eins og við gátum og umhverfið hélt áfram að vera fjölbreytilegt og alltaf eitthvað nýtt að sjá. Það upplýkst fyrir manni enn betur en áður þegar ferðast er á þennan máta eins og við gerum í þessari ferð hversu stór hún Ameríka í raun og veru er.
Dagurinn gekk vel og verð ég að segja að það var gaman að fá að vera með svo góðum hópi á brúðkaupsdaginn okkar og það eina sem hefði getað fullkomnað hann hefði verið að hafa börnin okkar með. Við erum þakklát Guði fyrir hverning hann hefur gefið okkur góða vini og handleiðslu hans. Það var orðið myrkur og aftur kalt þegar við lokstins renndum inn á hótel til að athuga með náttstað, sem tókst og voru allir tilbúnir að fara að hvíla sig eftir langan dag, en að sjálfsögðu lukum við deginum eins og við höfum gert hingað til með bæn, lofgjörð og lesti í Orði Guðs.
Þar er náttúrulega fyrst og fremst ætlunin að skoða "Graceland", heimili Elvis Presley. Við höfðum undirbúið okkur undir langan dag og mikla keyrslu því við höfum hugsað okkur að fara áleiðis til Nashville eftir að við höfum skoðað Graceland.
Dagurinn byrjaði á því að það þurfti að laga framdekk á bílnum sem við erum með í ferðinni en það hafði komið skrúfa í það og lak það öllu lofti. Að því loknu var bara að koma dótinu fyrir fara yfir plan dagsins og leggja í hann. Það gekk vel að fikra sig í átt til Memphis og áfram vorum við að reyna að vera eins mikið á sveitavegum eins og við gátum og umhverfið hélt áfram að vera fjölbreytilegt og alltaf eitthvað nýtt að sjá. Það upplýkst fyrir manni enn betur en áður þegar ferðast er á þennan máta eins og við gerum í þessari ferð hversu stór hún Ameríka í raun og veru er.
Dagurinn gekk vel og verð ég að segja að það var gaman að fá að vera með svo góðum hópi á brúðkaupsdaginn okkar og það eina sem hefði getað fullkomnað hann hefði verið að hafa börnin okkar með. Við erum þakklát Guði fyrir hverning hann hefur gefið okkur góða vini og handleiðslu hans. Það var orðið myrkur og aftur kalt þegar við lokstins renndum inn á hótel til að athuga með náttstað, sem tókst og voru allir tilbúnir að fara að hvíla sig eftir langan dag, en að sjálfsögðu lukum við deginum eins og við höfum gert hingað til með bæn, lofgjörð og lesti í Orði Guðs.
Flettingar í dag: 605
Gestir í dag: 56
Flettingar í gær: 1064
Gestir í gær: 53
Samtals flettingar: 1671239
Samtals gestir: 86884
Tölur uppfærðar: 23.1.2025 07:58:00