Dagur 14
Að baki er skemmtileg keyrsla áleiðis til Memphis. Það var ákveðið að fara ekki alveg eins snemma af stað eins og undanfarna morgna, en samt var enn svolítið kalt fyrst um sinn. Nú vorum við komin á sveitaveg og var stefnan tekin á höfuðstöðvar CMA (Christian Motorcyclists Association). Þegar þangað var komið var farið í skoðunarferð um svæðið og vakti það athygli hversu umfangsmikið þetta starf er, þó ekki sé mikið að sjá í fyrstu þegar maður kemur á svæðið. Eftir að hafa staldrað við þarna nokkra stund var komið að því að fá sér hádegismat, en við höfum haft það þannig undanfarið að Inga hefur séð um "Eldhús Mamma Mía" og afgreitt úr skottinu á bílnum og hefur það virkað alveg frábærlega.
Nú var kominn tími til að kveðja CMA og halda ferðinni áfram. Mikið er nú skemmtilegt að bruna um sveitirnar með góðum vinum á Harley Davidson í frábæru veðri. Það er ekki hægt að líkja þessu við neitt annað ferðalag sem maður hefur tekið þátt í. Okkur sóttist ferðin bara vel og fundum okkur náttstað í Hot Springs sem er nokkuð fallegur bær með um 35000 íbúum. Byrjað var á því að fara stuttlega í sundlaugina og síðan var komið að því að fá sér eitthvað í svanginn og varð nú fyrir valinu Rocky´s corner sem er veitingastaður í "göngufæri" frá hótelinu sem við gystum á. Að sjálfsögðu enduðum við daginn saman eins og aðra daga með því að lesa saman, biðja og lofa Drottinn.
Morgundagurinn bíður með ný ævintýri, en stefnan er tekin á Graceland. Hvað ætli sé nú rétt með sögur um Konung rokksins, við finnum út úr því á morgun og látum vita.
Nú var kominn tími til að kveðja CMA og halda ferðinni áfram. Mikið er nú skemmtilegt að bruna um sveitirnar með góðum vinum á Harley Davidson í frábæru veðri. Það er ekki hægt að líkja þessu við neitt annað ferðalag sem maður hefur tekið þátt í. Okkur sóttist ferðin bara vel og fundum okkur náttstað í Hot Springs sem er nokkuð fallegur bær með um 35000 íbúum. Byrjað var á því að fara stuttlega í sundlaugina og síðan var komið að því að fá sér eitthvað í svanginn og varð nú fyrir valinu Rocky´s corner sem er veitingastaður í "göngufæri" frá hótelinu sem við gystum á. Að sjálfsögðu enduðum við daginn saman eins og aðra daga með því að lesa saman, biðja og lofa Drottinn.
Morgundagurinn bíður með ný ævintýri, en stefnan er tekin á Graceland. Hvað ætli sé nú rétt með sögur um Konung rokksins, við finnum út úr því á morgun og látum vita.
Flettingar í dag: 5495
Gestir í dag: 18
Flettingar í gær: 18225
Gestir í gær: 68
Samtals flettingar: 1581383
Samtals gestir: 84121
Tölur uppfærðar: 22.12.2024 06:10:47