Dagur 13
Enn og aftur voru fyrstu kílómetrarnir kaldir og fólk dúðaði sig upp. En það bætti málið að leiðin var mjög skemmtileg og þessi hluti Route 66 olli engum vonbrigðum.
Ferðin til Tulsa gekk vel og endaði hjá Oral Roberts, og þar með endaði þessi hluti ferðarinnar þ.e. Route 66 hlutanum og var við hæfi að hafa það svo. Við gengum um svæðið og skoðuðum og hafði það mikil áhrif á okkur að Guð skuli hafa valið einn mann til að gera allt það sem fyrir augu bar. Þetta vekur hjá manni miklar vonir því að "Guð fer jú ekki í manngreinar álit."
Eftir skoðunina var ákveðið að við leggðum af stað áleiðis til Hatfield, en þar stendur til að heimsækja CMA. Ákveðið var að taka náttstað í Fort Smith. Það kom skemmtilega á óvart hversu fallegur þessi bær er.
Um kvöldið fór hópurinn saman út að borða og varð Ástralskur staður fyrir valinu. Allir skemmtu sér vel og fengu nóg að borða. Á heimleiðinni fengum við enn og aftur að reyna það að Drottinn er með þegar það sem gat orðið slys leystist á farsælan hátt. Okkur var brugðið en lásum í Orði Guðs og lofuðum hann saman áður en lagst var til hvílu.
Ferðin til Tulsa gekk vel og endaði hjá Oral Roberts, og þar með endaði þessi hluti ferðarinnar þ.e. Route 66 hlutanum og var við hæfi að hafa það svo. Við gengum um svæðið og skoðuðum og hafði það mikil áhrif á okkur að Guð skuli hafa valið einn mann til að gera allt það sem fyrir augu bar. Þetta vekur hjá manni miklar vonir því að "Guð fer jú ekki í manngreinar álit."
Eftir skoðunina var ákveðið að við leggðum af stað áleiðis til Hatfield, en þar stendur til að heimsækja CMA. Ákveðið var að taka náttstað í Fort Smith. Það kom skemmtilega á óvart hversu fallegur þessi bær er.
Um kvöldið fór hópurinn saman út að borða og varð Ástralskur staður fyrir valinu. Allir skemmtu sér vel og fengu nóg að borða. Á heimleiðinni fengum við enn og aftur að reyna það að Drottinn er með þegar það sem gat orðið slys leystist á farsælan hátt. Okkur var brugðið en lásum í Orði Guðs og lofuðum hann saman áður en lagst var til hvílu.
Flettingar í dag: 5517
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 18225
Gestir í gær: 68
Samtals flettingar: 1581405
Samtals gestir: 84122
Tölur uppfærðar: 22.12.2024 06:31:50