Dagur 8
Já, þetta var dagurinn sem við fórum seint á fætur og tókum því rólega. Það kom þó að því að við legðum af stað og um kl.12.00 var stefnan tekin á Winslow. Veðrið var eins og hingað til frábært, sól og hiti. Í Winslow var tekinn göngutúr og menn fengu sér hádegisverð. Þar tóku menn sér stöðu samkvæmt textanum "Standing on the corner of Winslow, Arizona" og var það að sjálfsögðu myndað í baka og fyrir. Við höfðum nú fengið liðsauka, John tengdason Bjarna og Ágústu sem býr með fjölskyldu sinni í Albaquerque New Mexico en þar stendur til að grilla annað kvöld.
Við komum til Holbrook um 16.00 og komum okkur fyrir og síðan var tekið á því við sundlaugina. Það var mikill fengur í því að Simmi hafði keypt forláta gítar daginn áður og var nú sungið og spilað á sundlaugarbakkanum þar til tími var kominn fyrir kvöldmat. Að þessu sinni var farið á skemmtilegt steikhús í kúrekastíl. Eftir matinn komum við saman, lásum kaflann okkar, sungum saman spjölluðum og báðum.
Þetta var einn af þessum dögum sem við horfum til baka til og erum þakklát fyrir að geta tekið þátt í þessu.
Við komum til Holbrook um 16.00 og komum okkur fyrir og síðan var tekið á því við sundlaugina. Það var mikill fengur í því að Simmi hafði keypt forláta gítar daginn áður og var nú sungið og spilað á sundlaugarbakkanum þar til tími var kominn fyrir kvöldmat. Að þessu sinni var farið á skemmtilegt steikhús í kúrekastíl. Eftir matinn komum við saman, lásum kaflann okkar, sungum saman spjölluðum og báðum.
Þetta var einn af þessum dögum sem við horfum til baka til og erum þakklát fyrir að geta tekið þátt í þessu.
Flettingar í dag: 5517
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 18225
Gestir í gær: 68
Samtals flettingar: 1581405
Samtals gestir: 84122
Tölur uppfærðar: 22.12.2024 06:31:50