Dagur 7
Jæja, þá er loks komið að því að setja inn færslu fyrir 23. september, og verð ég að biðjast velvirðingar á því að það hefur dregist. En ástæðan er sú að við komum seint til Flagstaff og urðum að leita töluvert til þess að finna okkur náttstað. Síðan tók við vinna við að sortera myndir og koma öllu þannig að hægt væri að koma þessu inn á síðuna fyrir alla þá sem eru að fylgjast með og ekki síst okkur sjálfum til ánægju.
Það var mikið keyrt og mikið að sjá, fyrsta alvöru stoppið okkar var í HACKBERRY General Store, það var ævintýri líkast og frábær upplifun. Bendi ég fólki á að skoða myndirnar frá deginum til að sjá en þær segja meira en ég get sagt með orðum. Við stoppuðum þarna töluverða stund og þetta virðist vera staður sem menn láta ekki fram hjá sér fara þegar þeir fara Route 66, það er ekki hægt að leyfa sér að missa af þessu. Mikið kom af mótorhjólum og meðal annars kom þarna stór hópur norðmanna og svía og ræddum við við fararstjórann sem var sænskur og höfðu þau lagt upp frá Chicago. Ferðin hafði gengið vel hjá þeim utan þess sem hjón höfðu dottið á hjólinu sínu og eiginmaðurinn fótbrotnað svo fyrir hann var þetta "Game over."
Eftir þetta stopp var haldið af stað og stefnan tekin á Grand Canyon og gekk ferðin þangað vel en þetta er nokkuð löng leið. Mikið var nú gaman fyrir þá í hópnum sem höfðu siglt í gljúfrunum fyrir tveimur árum að koma og horfa yfir þetta frábæra svæði. Það er hreint með ólíkindum fallegt og tilkomumikið að horfa á þetta mikla sköpunarverk og ekki annað hægt en að lofa skaparann sem er jú arkitektinn af þessu öllu saman.
Þegar komið var að því að leggja í hann til Flagstaff, eftir þó nokkra bið, var degi tekið að halla og orðið kalt að bruna þjóðveginn. Það voru þreyttir og kaldir ferðalangar sem lögðust á kodda og létu hugann reika yfir frábæran dag.
Það var mikið keyrt og mikið að sjá, fyrsta alvöru stoppið okkar var í HACKBERRY General Store, það var ævintýri líkast og frábær upplifun. Bendi ég fólki á að skoða myndirnar frá deginum til að sjá en þær segja meira en ég get sagt með orðum. Við stoppuðum þarna töluverða stund og þetta virðist vera staður sem menn láta ekki fram hjá sér fara þegar þeir fara Route 66, það er ekki hægt að leyfa sér að missa af þessu. Mikið kom af mótorhjólum og meðal annars kom þarna stór hópur norðmanna og svía og ræddum við við fararstjórann sem var sænskur og höfðu þau lagt upp frá Chicago. Ferðin hafði gengið vel hjá þeim utan þess sem hjón höfðu dottið á hjólinu sínu og eiginmaðurinn fótbrotnað svo fyrir hann var þetta "Game over."
Eftir þetta stopp var haldið af stað og stefnan tekin á Grand Canyon og gekk ferðin þangað vel en þetta er nokkuð löng leið. Mikið var nú gaman fyrir þá í hópnum sem höfðu siglt í gljúfrunum fyrir tveimur árum að koma og horfa yfir þetta frábæra svæði. Það er hreint með ólíkindum fallegt og tilkomumikið að horfa á þetta mikla sköpunarverk og ekki annað hægt en að lofa skaparann sem er jú arkitektinn af þessu öllu saman.
Þegar komið var að því að leggja í hann til Flagstaff, eftir þó nokkra bið, var degi tekið að halla og orðið kalt að bruna þjóðveginn. Það voru þreyttir og kaldir ferðalangar sem lögðust á kodda og létu hugann reika yfir frábæran dag.
Flettingar í dag: 605
Gestir í dag: 56
Flettingar í gær: 1064
Gestir í gær: 53
Samtals flettingar: 1671239
Samtals gestir: 86884
Tölur uppfærðar: 23.1.2025 07:58:00