Dagur 5

Hann byrjaði snemma þessi dagur, Geir Jón og Jón Þór fóru kl. 06:00 og skiluðu öðrum bílnum sem við erum búin að vera með. Nú var dagurinn runninn upp þegar við tökum við hjólunum  leggjum við í hann.
Það var spenna í loftinu þegar safnast var saman í anddyri hótelsins því nú var komið að því að ganga frá pappírum varðandi hjólin og voru menn mikið að velta fyrir sér hvaða lit þeir kæmu til með að fá. Allt gekk þetta vel og síðan var farið yfir búnaðinn á hjólunum. Að því loknu var gengið frá tengingum á GPS og raðað í töskurnar og svo var komið að því að leggja í hann. Það var fallegur hópur sem lagði af stað og brunaði út á hraðbrautina sem bar okkur út úr LA. Síðan tók Route 66 við og mikið var að sjá og allt vakti athygli. Stefnan var tekin á Barstow en þar átti að dvelja yfir nóttina. Þegar komið var til Barstow kom fólk sér fyrir og síðan var tekið til við að safna smá lit og það var glaður hópur sem kom sér fyrir við sundlaugina, söng og skrafaði. Mikið var þetta nú frábært allt saman og það má með sanni segja að hópurinn nær sérstaklega vel saman og lofar þetta góðu varðandi framhaldið.
Það voru glaðir og þreyttir Route 66 ferðalangar sem lögðu höfuð á kodda með eftirvæntingu til þess sem næsti dagur bæri í skauti sér.


Flettingar í dag: 605
Gestir í dag: 56
Flettingar í gær: 1064
Gestir í gær: 53
Samtals flettingar: 1671239
Samtals gestir: 86884
Tölur uppfærðar: 23.1.2025 07:58:00