Dagur 4

Laugardagur í LA - afmælisdagur Fredda.



Það var mikil eftirvæntin í loftinu þegar hópurinn mætti í morgunmat, framundan var margt sem til stóð að gera.
Byrjað var að keyra að "glerkirkjunni" Crystal Cathedral sem margir kannast við að hafa séð samkomur frá á Omega. Ég held að allir hafið verið snortnir af því sem skoðað var og ekki skemmdi að tekið var á móti okkur í kirkjunni af eldri manni sem sagði okkur mikið frá starfinu og kirkjunni. Hann hafði verið forstöðumaður sjálfur en var nú kominn á eftirlaun og hann og konan hans stóðu vaktina í húsi Guðs og tóku á móti gestum eins og okkur. Margt var skoðað og vakti það allt mikla athygli. Það er ómögulegt að maður hafi gert þetta af sjálfum sér, Guð hlýtur að hafa haft höndi í málinu.
Þegar búið var að ganga um og skoða voru nokkrir tilbúnir til að fara heim á hótel og fara í "sóldýrkun", var þeim komið heim en hinir héldu ferðinni áfram og var nú næsti áfangastaður "The Hollywood walk of fame", betur þekkt sem staðurinn þar sem stjörnurnar eru í gangstéttinni. Og þegar komið var að áfangastaðnum, þar sem "fræga fólkið" hafði skylið eftir sig lófaför, skóför og handskrift, ásamt ýmsu öðru, þá hófst leitin að þeim sem hverjum og einum þótti mikið til koma og kölluðu sumir upp þegar þeir höfðu fundið sínar hetjur. Þetta var skemmtilegur göngutúr og þegar honum lauk var stefnan tekin á Venice Beach. Vegna mikillar umferðar þá tók ferðin nokkra stund en það var mikið gaman að koma þarna og sjá allt mannlífið.
Ég held að allir hafi verið tilbúnir að fara heim þegar hér var komið dagsins enda orðið áliðið. Á heimleiðinni fengum við að kynnast því hvernig lífið er í svona stórri borg fyrir þá sem þurfa að eyða tíma sínum á hraðbrautunum. Þetta hreyfðist stundum ekki. En allt tókst þetta nú og það var mikil ánægja þegar komið var heim á hótel og ekki skemmdi að fá þá að berja "hjólin" augum sem var búið að koma vandlega fyrir. Nú voru allir tilbúnir að byrja ferðalagið sem við höfum verið að undirbúa svo lengi og var nú um það leiti að verða að raunveruleika.
Kvöldinu var eytt til heiðurs afbælisbarninu, Hallfreði Emilssyni, á frábærum veitingastað í göngufæri frá hótelinu sem ber nafnið Beckham Grill, einstaklega breskur veitingastaður. Þetta var sérstaklega skemmtileg stund og samfélagið einstakt. Þessi hópur nær vel saman og verður gaman að ferðast saman með þeim næstu daga. Kvöldinu lauk með þvi að við komum saman í garði hótelsins sungum og lásum saman lesningu okkar úr Postulasögunni.
Flettingar í dag: 526
Gestir í dag: 47
Flettingar í gær: 1064
Gestir í gær: 53
Samtals flettingar: 1671160
Samtals gestir: 86875
Tölur uppfærðar: 23.1.2025 07:36:48