Dagur 2
Þá rann hann upp, dagurinn okkar í Minneapolis. Nokkrir tóku daginn snemma og tóku á því í ræktinni áður en farið var í morgunmatinn.
Ákveðið var að það væri þrennt sem væri alveg nauðsynlegt að gera þennan dag. Fara í Harley Davidson, Cabela´s og að sjálfsögðu Mall of America.
Mikið var skoðað og eitthvað keypt hjá Haraldi Davíðssyni og ekki þótti lakara að koma í Cabela´s þó svo að ekki væru allir á leið á veiðar. Mörgum þótti aftur á móti mikið til þess koma að komast "loks" í einhvern mat, þó ekki væri langt um liðið frá morgunmatnum. Eitthvað var nú samt keypt en meira skoðað.
Loks var nú komið að því að hópurinn staðnæmdist fyrir utan hið fræga, Mall of America og nú var komið að þvi að veiða og það eins hratt og örugglega og mögulegt var. Þetta tók allt sinn tíma og fyrr en varði var komið að því að halda heim á hótelið. Þegar þangað var komið voru nokkrir sem tóku sig til og fóru í sund og heita pottinn, þar var lagið tekið og eins og á að gera á svona menningarstöðum þá voru öll "mikilvægustu" málin rædd.
Þá var nú loksins komið að því að koma sér í háttinn því framundan er annar dagur í flugi og verður laggt af stað út á flugvöll "löngu áður en dagurinn er vaknaður."
Það má með sanni segja að ferðalagið hefur farið af stað á skemmtilegan hátt og framundan eru frábærir dagar með frábærum hópi vina.
Ákveðið var að það væri þrennt sem væri alveg nauðsynlegt að gera þennan dag. Fara í Harley Davidson, Cabela´s og að sjálfsögðu Mall of America.
Mikið var skoðað og eitthvað keypt hjá Haraldi Davíðssyni og ekki þótti lakara að koma í Cabela´s þó svo að ekki væru allir á leið á veiðar. Mörgum þótti aftur á móti mikið til þess koma að komast "loks" í einhvern mat, þó ekki væri langt um liðið frá morgunmatnum. Eitthvað var nú samt keypt en meira skoðað.
Loks var nú komið að því að hópurinn staðnæmdist fyrir utan hið fræga, Mall of America og nú var komið að þvi að veiða og það eins hratt og örugglega og mögulegt var. Þetta tók allt sinn tíma og fyrr en varði var komið að því að halda heim á hótelið. Þegar þangað var komið voru nokkrir sem tóku sig til og fóru í sund og heita pottinn, þar var lagið tekið og eins og á að gera á svona menningarstöðum þá voru öll "mikilvægustu" málin rædd.
Þá var nú loksins komið að því að koma sér í háttinn því framundan er annar dagur í flugi og verður laggt af stað út á flugvöll "löngu áður en dagurinn er vaknaður."
Það má með sanni segja að ferðalagið hefur farið af stað á skemmtilegan hátt og framundan eru frábærir dagar með frábærum hópi vina.
Flettingar í dag: 5517
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 18225
Gestir í gær: 68
Samtals flettingar: 1581405
Samtals gestir: 84122
Tölur uppfærðar: 22.12.2024 06:31:50