Dagur 1

Þar kom nú að því.

Haldið var af stað til Keflavíkur um 13.00 og var mikil eftirvænting í öllum, allir tilbúnir til að njóta þess sem koma skal. Greiðlega gekk að koma öllum í gegnum skráningu og síðan var glatt á hjalla við kaffidrykkju og skraf þar til komið var að því að fara að hliði nr. 28 þar sem "fuglinn" beið okkar og var nú tilbúinn til að taka stefnuna til Minneapolis. Glatt var yfir ferðalöngum í fluginu og auðvelt að finna að það var spenna í loftinu.
Þegar lent var rétt fyrir kl.18.00 að staðartíma var bara að koma sér í gegnum tollskoðun og síðan upp á hótel. Sumir áttu ekki að fá að fara í gegn þar sem beðið var um að "bræður" færu saman, sem kom upp af því að tveir ferðalangarnir eru með sama eftirnafnið, Emilsson. Að lokum tókst að leiðrétta misskilninginn og allir fengu aðgang að "fyrirheitna landinu".

Eftir að búið var að koma sér fyrir á hótelinu var kominn tími til að fá sér eitthvað í svanginn, en að því loknu voru allir tilbúnir til að fara í háttinn og þar með var fyrsti dagur þessa ævintýris liðinn og það voru þreyttir ferðalangar sem lögðu höfuðin á kodda.

 
 

              


Flettingar í dag: 5495
Gestir í dag: 18
Flettingar í gær: 18225
Gestir í gær: 68
Samtals flettingar: 1581383
Samtals gestir: 84121
Tölur uppfærðar: 22.12.2024 06:10:47