07.10.2012 08:53
Hvað finnst Guði um mig?
"Þú ert dýrmætur í augum mínum, mikils metinn og ég elska þig" Jes. 43:4
Oft er það þannig að tilfinningarnar eru eins og rennibraut, maður er alltaf að tala sjálfan sig niður og stundum er brautin brött og stundum aflíðandi. Þetta var nokkuð sem ég var að velta fyrir mér um daginn þegar ég horfði á rennibrautina sem er búið að setja upp í nýju sundlauginni í Kristiansand.
Ef ég er að berjast við tilfinnigar eins og að vera óverðugur, þá mun það að biðja lengur, vera duglegri í vinnunni eða að heita því að vera betri maður ekki endilega breyta því hvernig mér líður. Það er eins og að gera upp gamalt hús sem stendur á skemmdum grunni, ég get málað öll herbergin og gert allt svakalega fínt, en gólfin og loftið munu bara halda áfram að síga og að lokum hrynur allt. Ég þarf jú að huga að grunninum. Það geri ég með því að sjá sjálfan mig eins og Guð gerir, þá og aðeins þá mun ég fá reynt stöðugleikann og öryggið sem ég leita að. En hef ég nokkra hugmynd um það hvað Guði finnst um mig? Hvað segir hann um það í Orið sínu? Jú, honum finnst ég, Indæll, "þú ert dýrmætur í augum mínum, mikils metinn og ég elska þig. Óttast þú ekki, því að ég er með þér." Jes. 43:4-5 Hvílíkt loforð! Í 5. Mós. 33:12 segir, "Sá sem Drottinn elskar skal vera óhultur hjá honum." Hvílíkur staður að vera á! Svo finnst honum ég vera Dýrmætur. Guð ákvarðaði hvers virði ég er á krossinum. "Guðs son sem elskaði mig og lagði sjálfan sig í sölurnar fyrir mig" Gal. 2:20 Hallmark kortafyrirtækið hefur slagorð sem segir, "sendu það besta þegar þér þykir nógu vænt um einhvern." Það er nákvæmlega það sem Guð gerði fyrir mig á krossinum. Það er ekki allt búið, honum finnst ég, Hæfur. Það er auðvelt að finnast maður ekki hæfur til eins eða neins, sérstaklega ef uppeldið hefur verið þannig í æsku. Þar af leiðandi reynum við að bæta það upp með því að reyna of mikið. En Guð veit að þú er hæfur, því hann hefur "gefið þér sérstaka hæfileika" 1. Pét. 4:10 Það sem meira er, hann hefur "búið oss stað með Kristi." Ef. 2:6 Þannig að ég ætla að halda mig við þann stað og reyna að láta engan telja mér trú um það að líf mitt skipti ekki máli. Það gerir það, af því að Guð segir það!