26.08.2012 05:44
Hvernig vex þolinmæðin ?
"Þrengingin veitir þolgæði" Róm.5.3
Já, ég hef verið að velta fyrir mér þessu með þolinmæðina, hvernig í ósköpunum fer maður að því að þróa með sér þolinmæði? Jú, með því að fara í gegnum þrengingar. Já, einmitt, þá er auðvelt að hugsa, "ætti ég þá ekki að vera nokkuð þolinmóður einstaklingur." Þegar ekki er tekið eftir einlægni þinni, þegar enginn virðist taka eftir því hverstu mikið þú leggur á þig, enginn sýnir þér þakklæti né tekur eftir hjálpsemi þinni, og svo þegar jafnvel kæreika þínum er hafnað - í þessum kringumstæðum kemur fegurð þolinmæinnar best í ljós. Páll skrifaði, "þrengingin veitir þolgæði." Það má segja að best sjáist þetta í uppvexti barna. Barn sem býr við það að vera ofverndað skortir oftar en ekki metnað og hugrekki þegar fram í sækir. Barnið sem þarf að standa á sínu til að eiga möguleika og lærir af reynslunni nær mun meiri þroska. Þannig er það líka með kristna lífið, þegar við gerum okkur grein fyrir því að "hverjum stormi fylgir blessun og uppskera." Til að byrja með þá færir þolinmæðin okkur von. "Allt það, sem áður er ritað, er ritað oss til uppfræðingar, til þess að vér fyrir þolgæði og huggun ritninganna héldum von vorri." Róm.15:4 Síðan færir þolinmæðin okkur andlega ávexti. "En það er féll í góða jörð, merkir þá sem heyra orðið og geyma það í göfugu, góðu hjarta og bera ávöxt með stöðuglyndi." Lúk.8:15 Að lokum er það þolinmæðin sem hjálpar okkur að meðtaka það sem Guð hefur lofað okkur. "Gjörist ekki sljóir. Breytið heldur eftir þeim, sem vegna trúar og stöðuglyndis erfa fyrirheitin." Heb.6:12Skrifað af Jóni Þór
Flettingar í dag: 13443
Gestir í dag: 53
Flettingar í gær: 3344
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 1571106
Samtals gestir: 84088
Tölur uppfærðar: 21.12.2024 18:53:29