08.07.2012 16:04

Að sættast ...

"Fara fyrst og sættast við bróður þinn ..."  Matt.5.24

Mig langaði til að setja á blað nokkuð sem hefur valdið mér hugarangri en síðustu dagar hafa ekki verið auðveldir og hugur minn verið "út um allt". Stundum er eina leiðin til að komast yfir sársauka og tilfinningarlegt uppnám að leita sátta, að gera hlutina upp. Hvort heldur það er gagnvart einhverjum utanaðkomandi einstaklingum eða einfaldlega sjálfum þér. Ef ég er viljugur til að gera það þá er nokkuð víst að Drottinn mun hjálpa mér að takast á við það og koma mér á rétta braut.

Ég las fyrir nokkru síðan um prófessor sem var að kenna um afleiðingar þess að vera ekki viljugur að fyrirgefa, að hann bað nemendur sína um að koma með kartöflupoka í næsta tíma. Þeir áttu að velja eina kartöflu fyrir hverja þá persónu sem þeir voru ekki viljugir að fyrirgefa og skrifa dagsetningu og nafn viðkomandi á kartöfluna. Síðan var verkefnið það að í einn mánuð, án þess að missa dag úr, áttu nemendurnir að taka með sér kartöflupokann hvert sem þeir fóru. Eftir að þeir höfðu þvælst um allt með pokana sína gerðu nemendurnir sér grein fyrir því, einn af öðrum, hversu þungir þeir voru og hversu mikil orka fór í það að einbeita sér að pokanum, svo var eins gott að muna að gleyma honum ekki á röngum stað. Að lokum, þegar kartöflurnar byrjuðu að skemmast og lykta, komust nemendurnir að því að það viturlegasta var að losa sig við þær, "þetta gekk ekki lengur".

Jesús sagði, "Ef þið fyrirgefið einhverjum syndir hans þá eru þær fyrirgefnar. Ef þið neitið honum um fyrirgefningu ... hvað ætlarðu þá að gera " Jh.20.23 (The Message)

Góð spurning ! Hvernig þætti mér ef Guð fyrirgæfi mér á sama hátt og ég fyrirgef öðrum? Spurningin veldur mér vanlíðan, það er best að ég geri eitthvað í málinu !

                                                  

Flettingar í dag: 391
Gestir í dag: 42
Flettingar í gær: 1064
Gestir í gær: 53
Samtals flettingar: 1671025
Samtals gestir: 86870
Tölur uppfærðar: 23.1.2025 05:13:18