14.01.2012 20:28

Baktal ...

"Illmennið ljær illmælginni eyra, lygarinn hlýðir á róginn."  Okv. 17.4

Framundan eru tímar mikilla hluta og mikilvægt að skoða sjálfan sig og setja sér markmið. Ég held að það sé mikilvægt að undirbúa sig og vænta þess að fá að vera þátttakandi, en ekki bara áhorfandi.

Hvenær sem einhver byrjar að baktala þá ætti það að vera okkar fyrstu viðbrögð að spyrja, "Þarf ég að vita þetta ? Hefur þú talað við þann sem talað er um ?" Nú er kominn tími til að sýna visku, það er ekki hægt að treysta fóki sem baktalar. Biblían segir að þegar ég hlusta á baktal þá er ég illmenni. "Illmenni hlusta á illmenni." Í Júdasarbréfi 18. og 19. versi segir, "Á síðasta tíma munu koma spottarar sem stjórnast af sínum eigin óguðlegu girndum. Það eru þeir sem valda sundrungu, þeir eru bundnir við þennan heim og hafa eigi andann." Þetta eru alvarleg orð og Internetið hefur gert vandann meiri því nú er hægt að dreifa óhróðrinum hraðar og víðar, það sem meira er þú getur haldið nafnleynd meðan þú gerir það. Páll segir í Galatabréfinu 5.15 "gætið þess að þið tortímið ekki hvert öðru ..." Hér talar Páll um það að við ættum að forðast þá sem þetta gera. Hvenær var það sem við vorum vitni að þessu síðast ? Salómon segir, "Vesæll er sá sem ljóstrar upp leyndarmálum, hafðu ekki samneyti við málugan mann." Okv.20.19  Með öðrum orðum, "ekki umgangast þá." Besta leiðin til að stoppa baktal er að áminna þá sem sem það gera. Kirkjan er ekki staðurinn þar sem við opinberum misgjörðir fólks og dreifum út óhróðri svo allir geti vitað af því.  Þvert á móti, "Þegar eldsneytið þrýtur slokknar eldurinn og þegar enginn er rógberinn stöðvast deilurnar." Okv.26.20 Jesús kenndi hvernig við eigum að eiga við erfiðleika þegar þeir koma upp, "Leysið málið. Ef viðkomandi vill ekki hlusta, taktu þá einhvern með þér, ef enn er þverskallast farðu þá með það til leiðtoganna." Mt.18.15-17 Þannig var leiðin sem Kristur benti okkur á og við ættum að gera það að okkar leið.

Ég er ákveðinn í því að taka þátt og nota hvert tækifæri sem gefst til að "elska fólk til lífs."


                                   
Flettingar í dag: 391
Gestir í dag: 42
Flettingar í gær: 1064
Gestir í gær: 53
Samtals flettingar: 1671025
Samtals gestir: 86870
Tölur uppfærðar: 23.1.2025 05:13:18