26.12.2011 15:09

Jólaboðskapur frá Appolo 8. 1968


Fyrsta mannaða tunglferðin hóf ferli sitt umhverfis tunglið 24. Desember 1968. Þá um kvöldið fluttu geymfararnir, Commander Frank Borman, Command Module Pilot Jim Lovell og Lunar Module Pilot William Anders, jarðarbúum boðskap í beinni útsendingu frá sporbaugi tunglsins, þeir sýndu mynd af jörðinni og tunglinu séð frá Apollo 8. Lovell sagði, " Hinn mikli einmannaleiki gagntekur mann og gerir manni ljóst hvað þið hafið þarna á jörðinni." Útsendinguna enduðu þeir með því að skiptast á að lesa úr I. Mós.

William Anders:   Til allra íbúa jarðarinnar þá er hér boðskapur sem áhöfnin á Apollo 8 vill senda ykkur.

"Í upphafi skapaði Guð himin og jörð. Jörðin var þá auð og tóm. Myrkur grúfði yfir djúpinu en andi Guðs sveif yfir vötnunum. Þá sagði Guð: "Verði ljós."

Og það varð ljós. Guð sá að ljósið var gott og Guð greindi ljósið frá myrkrinu."

 

Jim Lovell:

"Guð nefndi ljósið dag en myrkrið nótt. Það varð kvöld og það varð morgunn, hinn fyrsti dagur. Þá sagði Guð: "Verði festing milli vatnanna og hún greini vötn frá vötnum." Þá gerði Guð festinguna. Skildi hún milli vatnanna sem voru undir festingunni og vatnanna sem voru yfir festingunni. Og það varð svo. Og Guð nefndi festinguna himin. Og Guð sá að það var gott. Það varð kvöld og það varð morgunn, hinn annar dagur."

 

Frank Borman:

"Þá sagði Guð: "Vötnin undir himninum safnist saman í einn stað og þurrlendið komi í ljós." Og það varð svo. Guð nefndi þurrlendið jörð og safn vatnanna nefndi hann haf. Og Guð sá að það var gott."

 

Borman bætti síðan við, " og frá áhöfn Apollo 8 endum við með því að bjóða góða nótt, gangi ykkur vel, Gleðileg jól og Drottinn blessi ykkur öll - ykkur öll á góðu jörðinni.

                                        
Flettingar í dag: 13835
Gestir í dag: 59
Flettingar í gær: 3344
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 1571498
Samtals gestir: 84094
Tölur uppfærðar: 21.12.2024 19:14:48