11.12.2011 00:51
Guð ekar þig ...
"Sjáið hvílíkan kærleika faðirinn hefur auðsýnt okkur" 1. Jh. 3.1
Ég hef oft heyrt þessi orð og tekið þau sem sjálfsögðum hlut, en svo hef ég verið að hugsa um þau núna undanfarið og hvað þau þýða í raun og veru. Guð veit allt um mig, fortíð mína, nútíð og framtíð. Ekkert fer fram hjá honum, hann hefur ekki misst af einu einasta augnarbliki. "Óttast þú ekki því að ég frelsa þig, ég kalla á þig með nafni, þú ert minn" Jes. 43.1
Það merkilega er að hann veit líka hvar ég er, "Ég veit að þú býrð þar" Op.2.13 Það sem þó slær öllu öðru við er að þó svo að hann viti allt um mig, þá elskar hann mig samt ! Hann setur ekki skilyrði, "Ég skal elska þig ef ..." Það er ekki neitt "EF" í hjarta Guðs. Kærleikur hans var til staðar áður en ég fæddist og mun vera til staðar eftir að ég er farinn héðan. "Sjáið hvílíkan kærleika faðirinn hefur auðsýnt okkur, að við skulum kallast Guðs börn. Og það erum við." Þýðir þetta að Guði er sama um hvað ég geri eða segi ? Nei, að elska án skilyrða þýðir ekki að honum sé sama. Stundum rugla ég saman skilyrðislausri ást og skilyrðislausu samþykki. Guði er ekki sama um svik, sjálfselsku, stolt, óheiðarleika, losta, höfnun eða hverja aðra synd. Þetta er andstætt þeim kærleika sem Guð vill setja í hjarta mitt. Skilyrðislaus kærleikur hans þýðir einfaldlega að hann heldur áfram að elska mig jafnvel þó ég klúðri hlutunum, hann bíður mín eins og faðirinn beið eftir týnda syninum. Það mikilvægasta fyrir mig er að ég meðtaki þann sannleika að Guð hættir ekki að elska mig þrátt fyrir að ég hryggi hann. "Af hverju skiptir þetta svo miklu máli ?" Jú, af því að kærleikur hans er það sem dregur mig til baka til hans.
Guð sýnir kærleika sinn til mín í því að á meðan ég enn var fjarri honum þá elskar hann mig !