08.09.2011 13:43
Pabbi elskar þig svo mikið ...
Undanfarið hef ég gengið í gegnum reynslu sem ég hefði aldrei talið líklegt að ég ætti eftir að gera. Ég hef komist að því að þrátt fyrir bresti mína og galla þá á ég svo góða að sem ekki hafa afskrifað mig þótt brot mitt hafi sært djúpu sári. Þrátt fyrir það að vinir hverfi á burt og særindi nagi mann að innan þá hef ég fengið að upplifa öryggi heima og þar kom mér þessi sagi í hug sem hér fer á eftir.
Gamall maður starir einbeittur niður eftir rykugum veginum - í fjarska sér hann einhvern sem haltrandi stefnir í áttina til hans, klæddur úr sér gengnum löfrum og með enga skó á fótunum.
Er það mögulegt -? Já, þetta er sonur hans, drengurinn sem eitt sinn sagði við hann "ég vil ekkert með þig lengur, pabbi. Láttu mig fá arfleifð mína strax." Hann tók allt og hvarf á braut. Nú kemur hann haltrandi heim, sjúkur, svangur og blankur. Eina von hans er sú að ef til vill væri faðir hans tilbúinn að ráða hann sem vinnumann hjá sér. Gamli maðurinn hendist niður veginn og faðmar að sér drenginn sinn, gleðitár runnu niður kinnar hans þegar hann andvarpaði "sonur minn sem var týndur er kominn heim." Það má vera öllum ljóst að hann ætlaði ekki að ráða hann sem vinnumann. Hann tók við honum sem barni sínu, elskuðum syni.
Kæru vinir þannig hef ég fengið að reyna að minn himneski faðir umfaðmar mig í dag. Það sem meira er þá er enginn betri staður fyrir mig í öllum heiminum en í faðmi förður míns.
"Guð er kærleikur", eins og Jóhannes segir okkur í 1.Jh.4.8 . Þetta er nokkur sem ég ætla mér ekki að gleyma því að ég hef fengið að reyna það undanfarið að þótt ég geri það sem ég á ekki að gera og sólundi því sem mér er falið þá er alltaf leið til baka, og faðmur föðurins er alltaf opinn.