19.07.2011 13:11

Blessun kemur með hverjum þú tengist ...

"Drottinn hefir blessað mig fyrir þínar sakir"  1. Mós.30.27

Það er ein grundvallarregla í Biblíunni sem þarf að læra ef ég ætla að njóta þess besta sem Guð hefur að bjóða í lífinu. Blessun kemur með tengslum ! Í Orðskv. segir, "Haf umgengni við vitra menn, þá verður þú vitur" Okv.13.20. Sagan af því þegar Ísralelsmenn gengu inn í fyrirheitna landið kennir það að ef ég held tengslum við menn eins og Jósúa og Kaleb þá næ ég árangri og ég næ að yfirstíga hindranirnar sem verða á vegi mínum, en ef ég vel að halda tengslum við hinn hópinn, njósnarana 10, sem trúðu því að það væri engin leið að ljúka verkinu þá bíður bara dauði í eyðimörkinni.

Þegar Jósef gekk inn í hús Pótífars þá fylgdi honum mikil blessun. Þegar hann gekk inn í höll Faraósins þá naut öll þjóðin velgengni. Þegar Jakob vildi snúa til baka til fjölskyldu sinnar sagði Laban tengdafaðir hans, "Vertu um kyrrt ... því ég hef fengið að reyna það að þegar Drottinn blessar mig þín vegna."  1. Mós.30.27

 

Kirkjan í Filippí hafði lengi stutt Pál í boðun fagnaðarerindisins. Þeir studdu hann fjárhagslega og hann þjónaði þeim andlega. Hann skrifar, "Ég þakka Guði mínum í hvert skipti, sem ég hugsa til yðar, og gjöri ávallt í öllum bænum mínum með gleði bæn fyrir yður öllum, vegna samfélags yðar um fagnaðarerindið frá hinum fyrsta degi til þessa."  Fil.1.3-5  Hver voru laun Filippímanna ?  Páll segir, "þér eigið allir hlutdeild með mér í náðinni" Fil.1.7  Hvað þýðir orðið "náðinni" sem Páll notar, "jú, allt sem þú þarfnast af Guði, sama hverjar kringumstæðurnar eru." Það er stórkostlegt ! Páll fékk þessa vitneskju frá Jesú, og hann flutti hana áfram til Filippímanna. Það er mikilvægt að læra að koma auga á þá sem ganga í blessunum Drottins og draga sig eins nærri þeim og hægt er. Blessun kemur með tengslum .... ! Ég hef persónulega ákveðið að vanda valið á þeim sem ég tengist og leyfi að hafa áhrif á líf mitt.

                                                

Flettingar í dag: 605
Gestir í dag: 56
Flettingar í gær: 1064
Gestir í gær: 53
Samtals flettingar: 1671239
Samtals gestir: 86884
Tölur uppfærðar: 23.1.2025 07:58:00