11.07.2011 10:31
Dyrum lokað á réttan hátt ...
"Öllu er afmörkuð stund, og sérhver hlutur undir himninum hefir sinn tíma." Pred.3.1
Það er staðreynd í lífinu að mörg sambönd renna sitt skeið og lýkur. Hvernig mér tekst að höndla slík augnarblik getur haft afgerandi áhrif á framtíðina. Það er ekki hægt að komast áfram í lífinu almannilega nema með því að gera þetta rétt. Þannig að það verður að - Loka með sæmd. Ef til vill þarf ég að ganga inn um dyrnar aftur. - Loka með fyrirgefningu. Gremja eytrar hugarfarið og minninguna auk þess sem það étur mann innan frá. Guð er sá eini sem getur dæmt, hann þekkir jú báðar hliðar málsins. - Loka með uppfyllt loforð. Það var Jefta kostnaðarsamt þega hann sagði, "Ég hefi upp lokið munni mínum gagnvart Drottni, og ég get ekki tekið það aftur." Dóm.11.35 Persónuleikinn er að veði, sama hver verðmiðinn er, stattu við orðin þín, því Guð hlustar. - Loka með djörfung. Það er ekki auðvelt að horfa til morgundagsins þegar maður er einmanna, það hef ég fengið að reyna í göngu minni undanfarið, en þá hefur verið mikilvægt að muna að ég er aldrei einn. Jesús sagði í Mt. 28.20 "Sjá, ég er með yður alla daga allt til enda veraldar." - Loka samkvæmt tímasetningu Guðs. Það er mikilvægt að syrgja það sem tapast hefur, en að sama skapi er mikilvægt að festast ekki í fortíðinni. Sál konungur var tákn fortíðarinnar en Davíð framtíðarinnar. Þegar Drottinn hafnaði Sál vegna þess að hann hafði bruggðist honum þá sagði Drottinn við Samúel, "Hversu lengi ætlar þú að vera sorgmæddur út af Sál, þar sem ég hefi þó hafnað honum ... legg af stað; ég sendi þig til Ísaí Betlehemíta, því að ég hefi kjörið mér konung meðal sona hans." 1.Sam.16.1 Endalok færa nýja byrjun. Það er allt í lagi að gera sér grein fyrir fortíðinna og læra af henni, en þegar Guð lokar dyrum þá er tímabært að halda áfram inn í þá framtíð sem hann hefur undirbúið fyrir mig. Eins erfitt og það getur verið þá treysti ég á það að náð Drottins gefi mér styrk til að takast á við það sem framundan er og ganga inn um þær dyr sem hann opnar.Skrifað af Jóni Þór
Flettingar í dag: 605
Gestir í dag: 56
Flettingar í gær: 1064
Gestir í gær: 53
Samtals flettingar: 1671239
Samtals gestir: 86884
Tölur uppfærðar: 23.1.2025 07:58:00