09.05.2011 23:44

Að láta leiðast af Guði eða öðrum ...

"Allir sem leiðast af anda Guðs eru Guðs börn."  Róm.8.14

Lífið er eins og völundarhús, það er auðvelt að villast. Við verðum fyrir þrýstingi úr öllum áttum og ætlast er til að við höldum öllum ánægðum. Við skoðum fólkið sem skiptir mestu máli í lífi okkar, og reynum að finna út hvað það er sem þau ætlast til af okkur og hvernig við getum komið á móts við það, einhversstaðar á þeirri leið töpum við sjónum af okkur sjálfum.

Það er kominn tími til að við stöldrum við og spyrjum, "Hvern lifi ég fyrir ? Hvers vegna geri ég það sem ég geri ?" Páll skrifar, "Guð hefur gefið okkur hverju og einu hæfileika til ákveðinna hluta... notum hæfileikana"  Hvaða hæfileika hefur Drottinn gefið þér?

Þeim sem tekst að vera þeir sjálfir leifa öðrum ekki að stjórn sér því þeir láta leiðast af Drottni. "Allir sem leiðast af anda Guðs eru Guðs börn."  Láttu það ekki trufla þig þó annað fólk setji kröfur á þig. Þetta er þitt líf, taktu stjórnina !

Ef til vill er álagið sem þú finnur fyrir alls ekki sprottið af því að aðrir setji kröfur á þig, ástæðuna er ef til vill að finna í því að þú ert svo upptekin að þóknast öllum öðrum. Jú, það koma alltaf tímar hjá okkur öllum þar sem við erum upptekin við að gera hluti sem við ættum ekki að gera. Við gerum þá af því að okkur þykir vænt um fólk, og á þann hátt sýnum við "ávexti andans" Gal.5.22. Það er allt annað en láta stjórnast af öryggisleysi eða endalausum kröfum annara.

Þegar þú reynir að vera öllum allt, þá villist þú fljótlega. Auk þess eigum við á hættu að missa af velþóknun Guðs þegar líf okkar snýst um það að þóknast öðru fólki. Það er kominn tími til að við byrjum að spyrja "Drottinn, hvað vilt þú að ég geri?" Þegar hann opinberar það fyrir þér, gefðu þig þá heilshugar að því, án tillits til þess hvað öðrum finnst.

                                          

Flettingar í dag: 526
Gestir í dag: 47
Flettingar í gær: 1064
Gestir í gær: 53
Samtals flettingar: 1671160
Samtals gestir: 86875
Tölur uppfærðar: 23.1.2025 07:36:48