25.04.2011 19:57
Það er pláss fyrir alla við borðið ...
"Þar var honum búinn kvöldverður, og Marta gekk um beina, en Lasarus var einn þeirra, sem að borði sátu með honum." Jóh.12.2
Eftir að Jesús hafði reist Lasarus upp frá dauðum, lesum við að Lasarus og systur hans buðu Jesú í mat. Marta var upptekin við það að þjóna til borðs, María aftur á móti sat og hlustaði á það sem Jesús hafði að segja, og Lasarus spjallaði við gestina. Þannig er það að það er pláss fyrir alskonar fólk við borð Drottins. Lítum nánar á Mörturnar. Þær eru venjulega einhverstaðar baka til með uppbrettar ermar, og sjá til þess að allir hafi nóg að borða og drekka. Þær sækjast ekki eftir sviðsljósinu og oft kunnum við ekki að meta þær fyrr en þær vantar. Vandamálið við Mörturnar er að þær eiga það til að gera verkin meira virði en Drottinn. Þær þurfa að muna að lofgjörð er líka þjónusta. Maríur ! Þær eiga það til að gleyma því að það þarf að borga reikninga og útbúa mat. Stundum eru þær svo andlegar að það er ekkert jarðsamband. Þær verða að gera sér grein fyrir því að það að þjóna er líka lofgjörð. En við þurfum á Maríum að halda, þær koma með ástríðu í lofgjörð okkar, og þú getur alltaf stólað á þær munu leita Drottins fyrir aðra. Lasarus ! "Nú komst allur fjöldi Gyðinga að því, að Jesús væri þarna, og þeir komu þangað, ekki aðeins hans vegna, heldur og til að sjá Lasarus, sem hann hafði vakið frá dauðum. Þá réðu æðstu prestarnir af að taka einnig Lasarus af lífi, því vegna hans sneru margir Gyðingar baki við þeim og fóru að trúa á Jesú." Jh.12.9-11
Saga Lasarusar var svo stórkostleg að þeir sem heyrðu hana tóku trú. Hann minnir okkur á það að við eigum öll sögu að deila með öðrum um náð Drottins og gæsku hans. Hvernær deildir þú síðast þinni sögu með öðrum? Þannig að ef þú ert Marta þá sér Drottinn verkin sem þú vinnur í kærleika. Ef þú ert María þá hefur hann dálæti að lofgjörð þinni. Ef þú ert Lasarus þá lofar hann að heiðra vitnisburðinn þinn.
Það er pláss fyrir okkur öll við borðið ...