14.04.2011 13:23

" Í blíðu og stríðu ... "

"Hann hafði elskað sína, þá sem í heiminum voru. Hann elskaði þá uns yfir lauk." Jóh.13.1

Það var einn annasaman morgun á yfirfullri bráðamóttöku að hjúkrunarkona hjálpaði gömlum manni að fá sér sæti, en hann var kominn til þass að láta taka sauma úr sári á hendinni. Hann sagði, "Ég er tímabundinn, því ég á að vera kominn annað eftir klukkustund." Þar sem hægt gekk á röð sjúklinganna sem voru á undan honum þá leit hann aftur og aftur óþreyjufullur á úrið sitt. Hjúkrunarkonan gerði sér grein fyrir því að hann kæmi ekki til með að ná stefnumótinu sem hann átti að mæta á og því fór hún með hann inn á eina stofuna og skoðaði sárið á hendi hans. Þar sem það var vel gróið leitaði hún álits hjá einum af læknunum sem gaf grænt ljós á að fjarlægja saumana og búa um sárið að nýju.  Hún spurði manninn, "Ertu að flýta þér til annars læknis?" "Nei, ég er að fara og borða morgunmat með konunni minni sem er á hjúkrunarheimili", sagði maðurinn. Hún spurðu þá um heilsu konunar hans og hann sagði henni að hún væri með Alzheimer. "Kemur það henni í uppnám ef þú kemur of seint?" Gamli maðurinn sagði henni að hún hefði ekki þekkt hann í fimm ár. Undrandi spurði hjúkrunarkonan þá, "En þú ferð samt til hennar á hverjum morgni, þó svo að hún viti ekki hver þú ert?" Gamli maðurinn brosti, klappaði henni vingjarnlega á handabakið og sagði, "Ó, já. Hún þekkir mig ekki, en ég man ennþá hver hún er!"

Að elska "í blíðu og stríðu" þýðir að vera gefinn hvort öðru, öllum stundum og hvernig sem kringumstæðurnar í lífinu kunna að vera. Þannig elskar Kristu okkur, "Hann hafði elskað sína ... hann elskaði þá uns yfir lauk." "Nýtt boðorð gef ég yður ... eins og ég hef elskað yður skuluð þér einnig elska hvert annað." Jóh.13.34

Þannig er kærleikurinn, hann yfirgefur ekki þó menn og kringumstæður breytist.

                                                  

Flettingar í dag: 526
Gestir í dag: 47
Flettingar í gær: 1064
Gestir í gær: 53
Samtals flettingar: 1671160
Samtals gestir: 86875
Tölur uppfærðar: 23.1.2025 07:36:48