25.03.2011 11:17
Guð gleymir ekki sáttmála sínum við þig ...
"Mun ég minnast sáttmálans milli mín og ykkar" 1. Mós.9.15
Þegar Nói talaði um regn þá var það tákn um dóm. En eftir flóðið sagði Guð, "Aldrei aftur" 1. Mós.9.15. Hann sagði við Nóa, "Þegar ég færi ský yfir jörðina og boginn sést í skýjunum mun ég minnast sáttmálans milli mín og ykkar og allra lifandi skepna, alls holds, og aldrei framar skal vatnið verða að flóði sem tortímir öllu lífi." 1. Mós.9.14-15 Frá því augnarbliki í Ritningunni, varð regn táknmynd um blessun. "Sjáið hvort ég lýk ekki upp flóðgáttum himins og helli yfir ykkur óþrjótandi blessun" Mal.3.10
Ert þú hræddur um að vandamálin úr fortíðinni komi aftur? Ekki vera það. Haltu bara áfram á göngunni með þeim Guði sem lofaði, "Aldrei aftur!" Þegar Drottinn notar það sem hefði getað gert út af við þig til að hjálpa þér til að vaxa, þá munt þú horfa um öxl og segja, "hjarta þeirra er sljótt og feitt en ég hef yndi af lögmáli þínu." Slm.119.71
Án erfiðra tíma hefðir þú ekki uppgötvað;
1. Að stress geti skapað innra með þér hungur til að leita Drottins frekar en eihvers annars.
2. Kraft bæna þinna.
3. Það sem Guð getur gert þrátt fyrir mótbárur.
4. Að þegar Guð heyrði grát þinn þá voru tárin þín svo dýrmæt að hann safnaði þeim saman. "Þú hefur talið hrakninga mína, safnað tárum mínum í sjóð þinn, þau eru rituð í bók þína." Slm.56.9
5. Að engill Drottins varðveitti þig þegar óvinurinn sat um líf þitt, "Engill Drottins setur vörð kringum þá sem óttast hann og frelsar þá." Slm.34.8
6. Að blessun Guðs var ekki undir því komin að vinir þínir stæðu við bakið á þér.
7. Að hann leiddi þig í erfiðu kringumstæðunum af því að hann sá regnbogann og hann mundi lofoðið sem hann hafði gefið.