14.03.2011 09:46
Taktu upp skjöldinn þinn ...
Ef.6.16 "Takið umfram allt skjöld trúarinnar sem þið getið slökkt með öll logandi skeyti hins vonda."
Allir verða fyrir árásum - í huganum, heima fyrir, í vinnunni eða í fjármálunum. Finnst þér þú vera illa farinn og særður vegna stöðugra árása? Þá er kominn tími til að snúa blaðinu við! Það er kominn tími til að slökkva hin eldlegu skeyti. Tími til kominn fyrir þig að ganga í sigri. Já, en hvernig? Með því að taka upp skjöld þinn, skjöld trúarinnar. Strjúka af honum rykið og nota hann daglega, því að Orð Guðs segir að hann muni slökkva ÖLL, ekki sum, öll skeyti hins illa.
2.M.15.6 segir; "Hægri hönd þín, Drottinn, hefur gert sig dýrlega með afli, hægri hönd þín, Drottinn, kremur fjandmenn." Hann mun hjálpa þér að yfirstíga það sem kemur í gegn þér, ef þú treystir honum. Ef þú ert þreyttur á því að vera stöðuglega barinn niður ... þreyttur á því að vera misnotaður ... taktu valdið sem þér er gefið í trúnni og sjáðu hvernig sérhver árás, sérhver hindrun, sérhver bölvun og öll eldleg skeyti stöðvast þegar þú notar trú þína á Jesúm Krist.
Í honum getur þú sigrað það sem kemur í gegn þér. Treystu honum !
1. Jh.5.4-5 "því að sérhvert barn Guðs sigrar heiminn og trú okkar er sigurinn, hún hefur sigrað heiminn. Hver er sá sem sigrar heiminn nema sá sem trúir að Jesús sé sonur Guðs?"
Róm.8.37 "Nei, í öllu þessu vinnum við fyllsta sigur í krafti hans sem elskaði okkur."
Jh.16.33 "Þetta hef ég talað við yður svo að þér eigið frið í mér. Í heiminum hafið þér þrenging. En verið hughraustir. Ég hef sigrað heiminn."