15.04.2010 13:24

Að taka sér stað í áætlun Guðs ...

"Ég er Guð föður þíns, Guð Abrahams, Guð Ísaks og Guð Jakobs." 2.M.3.6

Í dag erum við þannig gíruð að við hugsum um hlutina sem sjálfsagða. Við erum vön því að skjótast til að gera hlutina og boðin eru SMS, við erum lítið fyrir það að bíða eftir hlutunum. Á sama hátt umgöngumst við Guð og það sem hann vill að við gerum fyrir hann, við viljum sjá  hlutina gerast strax og að það gerist fyrir tilstilli okkar ekki einhvers annars. En þannig virkar Guð, það er ekki gefið að við sjáum hlutina verða að raunveruleika þó svo að við fáum að íta þeim úr vör. Guð sagði við Móse, "ég er Guð föður þíns  ... Abrahams ... Ísaks, og  ... Jakobs" Guð hafði gefið forfeðrum Móse fyrirheiti hundruðum ára áður og nú var það hlutskipti Móse að taka sér stöðu í áætlun Guðs. Við erum jú bara einn hlekkurinn í áætlun Guðs og því fyrr sem við komum auga á það því betra. Áætlun Guðs er jú mun stærri en allar okkar áætlanir. "Það er ekki aðal atriðið hver sáir, eða hver vökvar. Það sem skiptir öllu máli er að Guð lætur sáðkornið vaxa. Samvinnan er fólgin í því að sá og vökva. "Þannig skiptir það engu hver gróðursetur eða hver vökvar. Það er Guð sem skiptir máli, hann gefur vöxtinn. Sá sem gróðursetur og sá sem vökvar eru eitt. En sérhver mun fá laun eftir erfiði sínu." 1. Kor.3.7-8  Það er merkilegt hversu miklu þú færð áorkað ef þú ert ekki upptekin af því hver ber kyndilinn yfir endalínuna.

"Börnin mín! Þetta skrifa ég ykkur til þess að þið skulið ekki syndga. En ef einhver syndgar, þá höfum við málsvara hjá föðurnum, Jesú Krist, hinn réttláta. Hann er friðþæging fyrir syndir okkar og ekki einungis fyrir syndir okkar heldur líka fyrir syndir alls heimsins."  1.Jh. 2.1-2

Eitt af erfiðu hlutunum við boðorð Guðs er það að þau beina kastljósinu að hlutum í lífi okkar sem ekki eru réttir - jafnvel þegar okkur finnst við standa okkur nokkuð vel. Ef.2.8-9  "því að af náð eruð þið hólpin orðin fyrir trú. Þetta er ekki ykkur að þakka. Það er Guðs gjöf. 9Ekki byggt á verkum, enginn skal geta miklast af því." Við megum alldrei gleyma því að frelsun okkar er ekki háð því hversu vel við stöndum okkur. Frelsið er algjörlega háð trú okkar á Jesúm Krist. Lof sé Guði fyrir það að við þurfum ekki að gera þetta upp á eigin spýtur!  "Við vitum að allt, sem lögmálið segir, er þeim ætlað sem fengu lögmálið til þess að sérhver munnur þagni og allur heimur verði að svara til saka fyrir Guði. 20Enginn maður réttlætist fyrir Guði með verkum í hlýðni við lögmálið en lögmálið kennir hvað sé synd." Róm.3.19-20

Lesum Boðorðin til þess að við séum meðvituð um hluti í lífi okkar sem við þurfum að skoða en missum aldrei augun af þeirri staðreynd að við erum kölluð til trúar og kærleika í Kristi Jesú.

                                    


Flettingar í dag: 605
Gestir í dag: 56
Flettingar í gær: 1064
Gestir í gær: 53
Samtals flettingar: 1671239
Samtals gestir: 86884
Tölur uppfærðar: 23.1.2025 07:58:00