19.03.2010 09:58

Að bíða ......

"Heyr, kallað er: "Greiðið Drottni veg um eyðimörkina, ryðjið Guði vorum beina braut í auðninni,"  Jes.40.3  

Allir fara í gegnum tímabil þar sem þeir þurfa að bíða. Oft þá varpar fólk öllu frá sér og bíða eftir því að Guð geri allt sem gera þarf. Eitt verðum við að hafa í huga og það er að við verðum að gera það sem að okkur snýr í undirbúningnum. Þú verður að tala eins og hlutirnir muni gerast og framganga með sama hugarfari. Nú segja ef til vill margir, "Já, en Jón Þór, hvað ef ég geri þetta og ekkert gerist ?" Þá segi ég aftur á móti, "hvað ef þú gerir þetta og það gerist ?" Jafnvel þó svo að hlutirnir fari ekki nákvæmlega eins og þú hafðir óskað,  þá værir þú betur staddur jákvæður og vongóður heldur en gangandi um niðurlútur og vonlítill.

Mér finnst gott það sem Davíð segir í Orði Guðs, "Guð, tími minn er í þínum höndum." Í raun er hann að segja, "Guð, ég veit ekki hvernær það mun gerast, en ég veit að þú veist hvað er mér fyrir bestu." Þannig ætla ég að ganga út í daginn í dag fullur eftirvæntingar. Og þó svo að ekkert gerist, þá ætla ég ekki að leggjast til hvílu vonsvikinn. Þvert á móti þá ættla ég að leggjast á koddann vitandi það að ég er einum degi nær því að sjá drauma mína og þrár verða að raunveruleika !

                             

Flettingar í dag: 5456
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 18225
Gestir í gær: 68
Samtals flettingar: 1581344
Samtals gestir: 84119
Tölur uppfærðar: 22.12.2024 05:49:39