08.02.2010 10:16

Náð ?

Mörg orð og hugtök sem við notum hafa á einhvern hátt orðið þannig að við eigum í vandræðum með að skylja hver meiningin er. Dæmi um skíkt eru orðin náð, lög og jafnvel fagnaðarerindi. Hvað ætli orðabækur segji um orð eins og náð, ég skoðaði Webster. Náð >> "takmarkalaus miskunn," "óverðskuldaður greiði" eða "kærleikur sem við eigum ekki skilinn."

Marga hefur maður hitt sem hafa verið þeirrar skoðunar að þeir geti ekki frelsast, þeir ættu enga von því þeir hefðu syndgað allt sitt líf og ekkert gott væri til í þeim. En staðan er sú að það er von fyrir alla menn, ekki hvað síst þann sem telur ekkert gott vera til í sér. Það var nákvæmlega það sem Jesús reyndi að kenna gyðingunum - kennslan um náðina. Þeir reyndu stöðugt að sýna fram á það að þeir væru betri en annað fólk. "Þeir voru jú af ættkvísl Abrahams og undir lögmáli Móse, og þar af leiðandi betri en þeir sem umhverfis þá bjuggu."

Það er merkilegt til þess að hugsa að maðurinn hefur komist að leyndardómum um uppsprettu alls kyns hluta sem hafa verið huldir í þúsundir ára en eins mikilvægur hlutur eins og uppruni náðarinnar hefur lítinn áhuga vakið. Mig langar til þess að leiða okkur að tveimur versum í 1. kafla Jóhannesarguðspjalls, 14. og 17. vers  "Og Orðið varð hold, (Hold þýðir maður.) hann bjó með oss, fullur náðar og sannleika og vér sáum dýrð hans, dýrð sem sonurinn eini á frá föðurnum." og  "Lögmálið var gefið með Móse en náðin og sannleikurinn eru komin með Jesú Kristi." og síðan Róm.5.15 "En náðargjöf Guðs og falli Adams verður ekki jafnað saman. Einn maður féll og við það dóu allir, en einn maður, Jesús Kristur, er sú náðargjöf Guðs sem allir skulu njóta ómælt." Hér er talað um "gjöf Guðs" sem allir fá að njóta. Síðan lesum við orð Páls til Korintumanna í fyrra bréfi hans 1.kafla 3.og 4. vers  "Náð sé með yður og friður frá Guði föður vorum og Drottni Jesú Kristi. Ávallt þakka ég Guði mínum fyrir ykkur, hann hefur veitt ykkur náð sína í Kristi Jesú."  Margir tala um náð en þekkja hana ekki því þeir þekkja ekki  Jesú, því að nema við þekkjum hann er ómögulegt að þekkja náð Guðs. Ef þú vilt njóta náðar þá verður þú að þekkja Guð, hann er Guð allrar náðar. Ef Guð væri nú þannig að hann elskaði okkur ekki fyrr en við værum verðug ástar hans þá yrði biðin löng.

Hverjum auðsýnir Guð náð ?

Matt.21.28  "Jesús sagði: "Hvað virðist ykkur? Maður nokkur átti tvo syni. Hann gekk til hins fyrra og sagði: Sonur minn, far þú og vinn í dag í víngarði mínum. Hann svaraði: Það vil ég ekki. En eftir á sá hann sig um hönd og fór. Þá gekk hann til hins síðara og mælti á sömu leið. Hann svaraði: Já, herra, en fór hvergi. Hvor þeirra gerði vilja föðurins?" Þeir svara: "Sá fyrri." Þá mælti Jesús: "Sannlega segi ég ykkur: Tollheimtumenn og skækjur verða á undan ykkur inn í Guðs ríki."

Af hverju ? Er það vegna þess að hann elskar þau meira ?  Nei, þeir vildu ekki iðrast, vildu ekki taka við náðinni. Töldu sig ekki hafa þörf fyrir hana. Hver sá sem upplifir sig glataðan er nálægur því að frelsast, því þú þarft ekki að sannfæra hann um það að hann sé glataður. Hver sá, maður eða kona, sem vill frelsast og snúa sér til Drottins, Hann mun frelsa hann. Hér er ekki spurning um fortíð þína. Hann mun mæta hverjum þeim sem til hans kemur. Það er enginn sem náð Guðs getur ekki gefið fullan sigur ef hann er aðeins tilbúinn að taka við.

Mk.7.24-30   24Jesús tók sig upp þaðan og hélt til byggða Týrusar. Þar fór hann inn í hús og vildi engan láta vita. En eigi fékk hann dulist. 25Kona ein frétti þegar af honum og kom og féll honum til fóta en dóttir hennar hafði óhreinan anda. 26Konan var heiðin, ættuð úr Fönikíu sýrlensku. Hún bað Jesú að reka illa andann út af dóttur sinni. 27Hann sagði við hana: "Lofaðu börnunum að seðjast fyrst, ekki sæmir að taka brauð barnanna og kasta því fyrir hundana." 28Hún svaraði honum: "Satt er það, herra, þó eta hundarnir undir borðinu af molum barnanna."

29Og Jesús sagði við hana: "Vegna þessara orða skaltu heim snúa, illi andinn er farinn úr dóttur þinni. 30Hún fór heim, fann barnið liggjandi á rúminu og illi andinn var farinn. " 

Tökum eftir því hvernig Jesús kom fram við konuna - hún var ekki af ættkvísl Abrahams. Hann kom til að frelsa sitt eigið fólk en þau tóku ekki á móti honum. Hann vildi sýna gyðingunum náð en þeir voru ekki tilbúnir til að taka við henni. Hvað í ósköpunum gerðist hér, kallaði Jesús hana "hund" ? Hvernig hefði okkur orðið við ? Hún hafði alla ástæðu til að fara burt án þess að fá blessunina ef ekki hefði komið til algjör örbirgð hennar og vonlausar kringumstæður. Jesús sagði þetta við hana til að reyna hana, viðbröggð hennar voru, "Satt er það, herra ... " Jesús hafði sagt að það væri betra að gefa en að þyggja og hún kom sér á þann stað að geta tekið við blessun hans og orði hans. Hún var sátt við það að fá bara brauðmolana svo lengi sem hann heyrði hver þörf hennar var. Þannig að í staðinn fyrir að fá molana þá fékk hún allt brauðið. Á sama hátt þá fáum við allt sem Kristur hefur fyrir okkur ef við snúum hjarta okkar til hans. Ó, að við mættum öll komast á stað þessarar konu, skylja stöðu okkar og hrópa til Jesú. Fyrirheitið er það að ef við gerum það þá tekur hann okkur að sér og blessar okkur.

Vandamálið sem enn stendur út af borðinu er að fólk vill ekki viðurkenna að það hafi þörf fyrir náð Guðs. Ef þú vilt að sonur Guðs mæti þér þá verður þú að vera tilbúinn að koma til hans eins og þú ert og hann mun mæta þér með náð og miskunn. "En tollheimtumaðurinn stóð langt frá og vildi ekki einu sinni hefja augu sín til himins heldur barði sér á brjóst og sagði: Guð, vertu mér syndugum líknsamur!" Lk.18.13

Í Lk.7.1-5 sjáum við hverja hugmynd Gyðingarnir höfðu varðandi það hverjir væru verðugir þess að Jesús kæmi og læknaði þá, "Þá er Jesús hafði lokið við að tala við fólkið fór hann til Kapernaúm. 2Hundraðshöfðingi nokkur hafði þjón sem hann mat mikils. Þjónninn var sjúkur og dauðvona. 3Þegar hundraðshöfðinginn heyrði um Jesú sendi hann til hans öldunga Gyðinga og bað hann koma og bjarga lífi þjóns síns. 4Þeir komu til Jesú, báðu hann ákaft og sögðu: "Verður er hann þess að þú veitir honum þetta ""

Hvað var það sem gerði hann "verðugann"? 5því að hann elskar þjóð okkar og hann hefur reist samkunduna handa okkur. Hann var ekki verðugur vegna þess að hann var syndari, nei-nei, alls ekki. Sama gamla sagan enn og aftur, og enn þann dag í dag setjum við þetta svoldið upp á þennan hátt. DROTTINN KOMDU STRAX ! 

Hvenig getum við vænst náðar ef þetta er afstaða okkar? Um leið og við leggjum málið þannig niður fyrir okkur að einhver sé verðugur þá hverfur náðin. Ef Guð auðsýnir einhverjum náð af því að hann á það inni hjá honum þá væri Guð jú bara að borga skuld sína við viðkomandi. Hér notar Jesús tækifærið til að kenna þeim "Jesús fór með þeim en þegar hann var enn nokkuð frá húsinu sendi hundraðshöfðinginn vin sinn til Jesú og sagði, Ómaka þig ekki, herra, því að ég er ekki verður þess að þú gangir inn undir þak mitt." Þetta er aumýktin sem þarf ! "Þess vegna hef ég ekki heldur talið sjálfan mig verðan þess að koma til þín. En mæl þú eitt orð, og mun sveinn minn heill verða." Hann átti trú ! Spurningin er ekki hversu miklar syndir þínar eru, ef þú aðeins trúir. Í þessu tilfelli þá læknaði Jesús af því að hann hafði trú, hann þurfti ekki að fara inn í hús hans og skoða sjúklinginn. Jesús var undrandi, ég held að Jesús hafi bara tvisvar orðið undrandi. Fyrst vegna vantrúar Gyðinganna og síðan vegna trúar hundraðshöfðingjans (Mk.6.6)

Kristur er vinur syndarans og hann er alltaf til staðar fyrir hann. Hann auðsýnir alltaf náð þegar við erum tilbúin til að játa synd okkar frammi fyrir honum. Til að frelsast þá verður þú að koma til hans. Við hugsum strax "hvað á ég að gera?", ef náðin er gjöf hans hvað ættir þú þá að geta gert? Þú verður aldrei nógu góður ! Það er ekki hægt að vinn sér inn náð Guðs. Ef.2.8-9 "því að af náð eruð þið hólpin orðin fyrir trú. Þetta er ekki ykkur að þakka. Það er Guðs gjöf. 9Ekki byggt á verkum, enginn skal geta miklast af því."

Frelsun sálna okkar er algjörlega undir náð Guðs komið. "Gjöf Guðs er eilíft líf, það er vonin sem við eigum og höldu í !" Munurinn á Mörtu og Maríu var sá að Marta var upptekin af því að gera eitthvað fyrir Drottinn en María vildi bara taka við því sem hann hafði að gefa henni.

Guðs Orð er mjög skírt varðandi það hvað gerist ef við tökum ekki við frelsisverki hans. Það er ekki hægt að ætlast til þess að Guð geri meira en það sem hann hefur nú þegar gert. Bæn okkar og von er sú að náð Guðs nái til allra. Tit.2.11-15 "11Því að náð Guðs hefur opinberast til sáluhjálpar öllum mönnum. 12Hún kennir okkur að afneita óguðleik og veraldlegum girndum og lifa hóglátlega, réttvíslega og guðrækilega í heimi þessum, 13í eftirvæntingu okkar sælu vonar, að hinn mikli Guð og frelsari vor Jesús Kristur opinberist í dýrð sinni. 14Hann gaf sjálfan sig fyrir okkur til þess að hann leysti okkur frá öllu ranglæti og hreinsaði sjálfum sér til handa eignarlýð, kostgæfinn til góðra verka. 15Tala þú þetta og uppörva og vanda um með allri röggsemi."

Fyrir þann sem er í synd þá er eitt sem hann verður að gera, það er að koma til frelsarans og snúa baki við syndinni. Spurningin er ekki hvort þú getir frelsast, heldur viltu ? Það er spurningin sem þú verður fyrst að svara. Ef við gætum svarað spurningunni fyrir aðra þá gerðum við það, en hver og einn verður sjálfur að taka skrefið.  Jesús sagði við konuna sem átti að grýta, "Ég sakfelli þig ekki heldur. Far þú. Syndga ekki framar." Jh.8.11

Ef.1.3-7  "Lofaður sé Guð og faðir Drottins vors Jesú Krists, sem í Kristi hefur blessað oss með hvers konar andlegri blessun í himinhæðum. 4Áður en heimurinn var grundvallaður hefur hann útvalið oss í Kristi, til þess að vér værum heilagir og lýtalausir fyrir honum. Í kærleika sínum 5ákvað hann fyrirfram að veita oss sonarrétt í Jesú Kristi. Sá var vilji hans og velþóknun 6til vegsemdar dýrð hans og náð, sem hann lét oss í té í sínum elskaða syni. 7Í honum, fyrir hans blóð eigum vér endurlausnina og fyrirgefningu afbrota vorra."

Náðin tilheyrir kristinni trú - ekki öðrum.

Hún er grundvöllurinn og upphafið af öllu því sem við erum í Guði. Hann vill að við séum frjál, frjáls til að elska og vera elskuð og á þeim grundvelli hefur hann samband við okkur. Breytingarnar koma ekki í líf okkar af því að gera svo mikið heldur þegar við sjáum hann eins og hann er.

Það hver þú ert í Guði skiptil öllu máli - ekki hvað þú gerir !

"En öllum þeim sem tóku við honum gaf hann rétt til að verða Guðs börn, þeim sem trúa á nafn hans."   Jh.1.12

                            

Flettingar í dag: 605
Gestir í dag: 56
Flettingar í gær: 1064
Gestir í gær: 53
Samtals flettingar: 1671239
Samtals gestir: 86884
Tölur uppfærðar: 23.1.2025 07:58:00