08.02.2010 10:03

Að frelsast ...

Jesús sagði í Jóh.11.25-26  Jesús mælti: "Ég er upprisan og lífið. Sá sem trúir á mig mun lifa þótt hann deyi. Og hver sem lifir og trúir á mig mun aldrei að eilífu deyja. Trúir þú þessu?"

Frelsunin er ókeypis gjöf. Það þýðir að þú getur ekki áunnið þér leið til himna. Góð verk koma þér ekki þangað, né að vera góð manneskja. Þú getur aldrei orðið nógu góður til að komast inn í himininn því jafnvel ein einasta synd mun halda þér í burtu. Jesús hefur þegar greitt gjaldið fyrir þína synd. Það að ímynda sér að þú getir frelsað þig sjálfur er hrein móðgun við hann sem gaf líf sitt fyrir þig. Biblían segir að réttlæti okkar sé eins og skítugir tötrar og að það sé engin leið að komast til himna með eigin gjörðum. Biblían segir einnig að við erum frelsuð af náð fyrir trú en ekki af eigin verkum. Frelsið er gjöf frá Guði.

Þú getur tekið á móti stórkostlegri gjöf Guðs, frelsinu í Jesú Kristi eða á hinn bóginn getur þú hafnað henni. Guð skapaði þig með frjálsan vilja til að velja, hann mun ekki þvinga þig til eins né neins. Þeir sem taka við Jesú Kristi taka við gjöf eilífs lífs og syndir þeirra eru fyrirgefnar. Þeir sem hafna honum fá ekki syndir sínar fyrirgefnar.

Allir munu stand auglitis Jesú Kristi einhverntíman. Þá mun hann annaðhvort vera frelsari þinn eða dómari.

Biblían segir, "trúðu á Drottinn Jesúm Krist og þá munt þú frelsast." Hvað þíðir það að trúa?

Trúðu því sem Biblían segir.

Trúðu að Jesús er Guð - önnur persónan í þrenningunni.

Trúðu að hann kom holdi klæddur, fæddur af meyju.

Trúðu því að hann hafi lifað hreinu og syndlausu lífi.

Túðu þvi að Guð faðirinn elski þig og að hann sendi son sinn til að deyja fyrir syndir þínar svo að þú glatist ekki. Trúðu því að reyði Guðs hvílir yfir syndinni en eilífa lífið er að finna í Jesú Kristi. Trúðu því að þú getur ekki frelsað þig sjálfur, með góðum verkum.

1.Jóh.4.9-10  "Í því birtist kærleikur Guðs til okkar að Guð hefur sent einkason sinn í heiminn til þess að hann skyldi veita okkur nýtt líf. 10Þetta er kærleikurinn: Ekki að við elskuðum Guð heldur að hann elskaði okkur og sendi son sinn til að vera friðþæging fyrir syndir okkar."

Trúðu því að Jesú Kristur reis upp frá dauðum og situr við hægri hönd Guðs.

Róm.8.34  "Hver sakfellir? Kristur Jesús er sá sem dáinn er. Og meira en það: Hann er upprisinn, hann er við hægri hönd Guðs og hann biður fyrir okkur."

Trúðu orðum Jesú í Biblíunni

Jóh.14.6     Jesús segir við hann: "Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið. Enginn kemur til föðurins nema fyrir mig."

Trúðu því að með því að taka á móti honum, þá eignast þú líka eilíft líf.

Jóh.3.15     "svo að hann veiti hverjum sem trúir á hann eilíft líf."

Þú verður að trúa því að Jesús dó fyrir þig og viðurkenna að þínir verðleikar og góð verk geta ekki frelsað þig. Þú færð engu bætt við frelsun  þína. Fórn hans á krossinum er fullkomin.

Þú verður að treysta honum 100% því hann frelsar fullkomlega. Þú verður að taka á móti Jesú Kristi sem þínum persónulega frelsara - trúa af öllu hjarta - að hann greiddi gjaldið fyrir þína synd. Gefa frá þér stoltið og viðleitnina að reyna að "bæta þig" og afhenda sekt þína og sál í hendi Drottins - biðjandi hann að frelsa þig. Hrópaðu til hans af öllu hjarta. Sem hjálparvana syndari, sem getur ekki frelsað sjálfan þig, á verður þú að taka á móti Jesú Kristi sem frelsara og drottni. Hann hefur lofað þér að hann mun frelsa þig. Trúðu því að hann greiddi gjald syndar þinnar á krossinum og að hann reis upp frá dauðum. Mundu að það er als ekki neitt sem þú getur gert til að hreinsa þig sjálfur. Jesús tók á sig refsinguna fyrir boðorðin sem við höfðum brotið.

Þegar þú tekur á móti Kristi, þá tekur þú við fyrirgefningu hans og eilífu lífi í honum því hann einn er frelsarinn. Gjaldið hefur þegar verið greitt að fullu en þú getur aðeins frelsast með því að taka á móti frelsaranum. Það er engin önnur leið.

Róm.10.9-11     "Ef þú játar með munni þínum: Jesús er Drottinn, og trúir í hjarta þínu að Guð hafi upp vakið hann frá dauðum verður þú hólpinn. Með hjartanu er trúað til réttlætis, með munninum játað til hjálpræðis. Ritningin segir: Hver sem á hann trúir verður aldrei til vansæmdar."

Jer.29.13    "Ef þér leitið mín munuð þér finna mig. Þegar þér leitið mín af öllu hjarta"

                        

Flettingar í dag: 605
Gestir í dag: 56
Flettingar í gær: 1064
Gestir í gær: 53
Samtals flettingar: 1671239
Samtals gestir: 86884
Tölur uppfærðar: 23.1.2025 07:58:00