05.10.2009 09:22

Kraftur uppörvunar ...

1.     Allir þurfa uppörvun. Engin nær árangri nema hann fái þá hjálp sem hann þarf. Allir þeir sem náðu árangri í sögunni urðu það sem þeir voru vegna einstaklinga sem voru í lífi þeirra. Margir hafa séð ævintýramindirnar Chronicles of Narnia og The Lord of the Rings. Fæstir vita þó að höfundar bókanna, C.S.Lewis og J.R.R.Tolkien, voru prófesorar í háskólanum í Oxford og voru mjög nánir vinir. Þeir hittust í hverri viku og borðuðu saman, ræddu saman um skáldsögurnar sem þeir voru að skrifa og lásu fyrir hvern annan. Það var Tolkien sem hvatti Lewis, sem var trúleysingi, til að rannsaka kristindóminn, sem að lokum leiddi til þess að hann frelsaðist. Það var síðan Lewis sem hvatti Tolkien til að halda áfram að skrifa og leita að útgefanda. Ef ekki hefði komið til vinátta þeirra og hvatning, þá hefði heimurinn aldrei fengið þessi frábæru rit sem þeir skrifuðu. Allir - ungir, gamlir, lánsamir og ólánsamir, frægir og ekki frægir - sem hafa fengið uppörvun upplifa breytingu. Mark Twain sagði, "ein uppörvun getur haldið mér gangandi í heilan mánuð." Ein lítil uppörvun frá kennara getur breytt lífi barns. Uppörvun frá maka getur styrkt ef ekki bjargað hjónabandi. Hvatning getur orðið til þess að einstaklingur nær meiri árangri en ella.

Biblían segir Orkv.16.24 "Vingjarnleg orð eru hunang, sæt fyrir góminn, lækning fyrir beinin"

 

2.     Goethe sagði, "Komdu fram við einstakling eins og hann virðist vera, og þú gerir hann verri. Komirðu fram við einstakling eins og þau séu nú þegar það sem þau gætu orðið, og þú gerir hann það sem hann ætti að vera." Skólastjóri nokkur kallaði til sín þrjá kennara og sagði, "þið þrír eruð þeir bestu sem við höfum, svo ég ætla að fela ykkur níjutíu af skörpustu nemendum okkar og sjá hvað þið getið gert úr þeim." Nemendurnir náðu 30% meiri árangri en allir aðrir nemendur skólans. Í lok skólans kallaði skólastjórinn kennarana þrjá til sín og sagði, "Ég verð að játa eitt, þið fenguð ekki nýjutíu bestu nemendurna heldur valdir af handahófi." Það sem meira er, "þið eruð ekki bestu þrír kennararnir, þið voruð þeir fyrstu sem dregnir vour úr hattinum." Hversvegna náðu kennararnir og nemendurnir svona góðum árangri?  Jú, þeir voru uppörvaðir þannig að þeir trúðu því að þeir gætu náð árangri. Mikill íþróttamaður sagði, "það sem gerir einstakling að góðum þjálfara er að hann fær einstaklinga til að trúa að þeir séu betri en þeir eru. Hann fær þig til að hafa trú á sjálfum þér. Hann lætur þig vita að hann hefur trú á þér. Hann fær þig til að fara lengra, og þegar þú hefur komist að því hversu góður þú í raun ert, þá sættirðu þig aldrei við að vera eitthvað annað en það best sem þú getur nokkurntíman orðið.

Hvern gætir þú uppörvað, núna ....... ?

                            

Flettingar í dag: 605
Gestir í dag: 56
Flettingar í gær: 1064
Gestir í gær: 53
Samtals flettingar: 1671239
Samtals gestir: 86884
Tölur uppfærðar: 23.1.2025 07:58:00