10.09.2009 17:58

Huggun á erfiðum tímum

"Guð hjálpar henni þegar birtir af degi"  Slm.46.5

Þegar veröld þinni hefur verið kollsteypt þá er mikilvægt að muna að áætlun Guðs fyrir líf þitt hefur ekki breyst. Þegar þér finnst þú vera fjötraður og engin leið virðist fær, þá er hér nokkuð gott er að hafa í huga.

Leitaðu að fljótinu. "Elfur kvíslast og gleðja Guðs borg, heilagan bústað Hins hæsta." Slm.46.4 Táknmyndin fljót (elfur) í Gamla testamentinu stendur fyrir það að Guð mun mæta sérhverri þörf. Þegar allir mannlegir möguleikar eru upp urnir, þá skulum við ekki örvænta, leitum að fljótinu.

Leitaðu að borgini. Guð hefur sett bústað sinn, þar sem hann býr, mitt í kringumstæðunum. Borg Guðs, er táknmynd um nærveru hans og kraft og veitir fullvissu um að hann er enn við stjórn og hann hann mun koma með frið og reglu í sérhverjar kringumstæður.

Leitaðu tákna um nærveru Guðs. Guð hjálpar þér þegar birtir af degi. Þegar birtir af degi er táknmynd upp á nýtt upphaf, gefur von um það að betri tímar eru framundan, þrátt fyrir kringumstæðurnar eins og þær eru núna. "Náð Drottins er ekki þrotin, miskunn hans ekki á enda, hún er ný á hverjum morgni, mikil er trúfesti þín." Harm.3.22-23

Skoðaðu ferilskrá Guðs. "Drottinn hersveitanna er með oss"  Slm.46.8  Að skoða það sem Drottinn hefur gert byggir trú og minnir okkur á að hann er hinn sami í dag, í gær og um alla tíð. Ef hann hefur einhverntíman séð um þig, þá mun hann gera það núna líka.

Horfðu til Guðs og finnd frið hans. Með því að horfa til trúfesti hans sem er grundvöllurinn af því hver hann er þá getum við byrjað að byggja líf okkar á því sem ritningin segir, "játið að ég er Guð" Slm.46.11

                  

Flettingar í dag: 5517
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 18225
Gestir í gær: 68
Samtals flettingar: 1581405
Samtals gestir: 84122
Tölur uppfærðar: 22.12.2024 06:31:50