10.08.2009 08:48

Ekkert smá verkefni ...

Post.11.22-24   "Og fregnin um þá barst til eyrna safnaðarins í Jerúsalem og hann sendi Barnabas til Antíokkíu. Þegar hann kom og sá hvað Guð hafði sýnt þeim mikla náð gladdist hann og hvatti alla til að halda sér við Drottin með einlægu hjarta. Barnabas var góður maður, fullur af heilögum anda og trú. Og mikill fjöldi manna tók trú á Drottin og bættist við söfnuðinn."

Þjónustan krefst skuldbindingar af okkar hálfu þess efnis að við leyfum Anda Drottins að gera okkur að þjónum Guðs. Þetta er ganga sem byggir á trú og auðmýkt. Sönn þjónusta er þannig að þú leggur þitt eigið til hliðar og þjónar húsbóndanum í trúfesti og stöðugleika. Margt er sagt um leiðtoga, en sannur leiðtogi byrjar ferð sína með því að vera þjónn.

Textinn sem við lásum segir af manninum Barnabas, sem var sannur þjónn. Hann greip hvert tækifæri sem gafst til að styðja og styrkja boðun fagnaðarerindisins. Hann aflaði fjár og hafði jákvæð áhrif á þá sem hann komst í snertingu við, bæði karla og konur. Ekkert verkefni var of lítið í hans augum. Hann þurfti ekkert að sanna. Hann sóttist ekki eftir sviðsljósinu. Þegar hann annaðist Pál þá var honum ánægja af því að auðnýkja sjálfan sig og láta þennan vaxandi postula rísa upp.

Hann hafði engu að tapa. Hann þurfti ekki að verja mannorð sitt eða óttast um vinsældir sína. Það er merkilegt til þess að hugsa að Guð getur sjálfur varið mannorð sitt. Barnabas valdi að þjóna fram yfir það að láta þjóna sér. Þannig einbeitti hann sér að þjónshjartanu: að gefa en ekki þyggja. Sem þjónar höfum við ekki rétt sem við eigum á hættu að missa.

Barnabas hafði ekkert að fela. Honum var ekki umhugað um ímynd sína eða það hvað öðrum fannst. Hann var trúr köllun sinni og var sveigjanlegur. Sem sannur þjónn átti hann auðvelt með að fagna yfir sigrum annara vitandi það að það var Guði til dýrðar.

Oft kallar Guð okkur til að vera eins og Barnabas, vaxandi leiðtogi, þjónn. Það er okkar verk að vera Guðs menn og konur, að þjóna hans verki og hjálpa og stuðla að því að aðrir geti verið allt sem Guð hefur kallað þau til að vera. Þegar við teygjum okkur í átt til þeirra sem sárir eru eins og Kristur gerði, þá sáum við fræi sem gefur mönnum og konum færi á því að verða það sem Drottinn ætlar þeim að verða.

Þjónum hvert öðru með gleði því gleði hans er styrkur okkar.

                           
Flettingar í dag: 5456
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 18225
Gestir í gær: 68
Samtals flettingar: 1581344
Samtals gestir: 84119
Tölur uppfærðar: 22.12.2024 05:49:39