07.06.2009 09:48
Á meðan þú bíður
"Takið yður konur og getið sonu og dætur, og takið sonum yðar konur og giftið dætur yðar, til þess að þær megi fæða sonu og dætur og yður fjölgi þar, en fækki ekki." Jer.29.6
Lifðu Lífinu !
Guð segir við sitt fólk, "því að ég þekki þær fyrirætlanir, sem ég hefi í hyggju með yður - segir Drottinn - fyrirætlanir til heilla, en ekki til óhamingju, að veita yður vonarríka framtíð." Jer.29.11
Vonin þarfnast þess að við hlúum að henni. Guð veitir ekki bara vonaríka framtíð og síðan getum við bara gert það sem okkur sýnist. Nei, hann gefur skýr fyrirmæli varðandi það sem gera skal meðan hann leggur á ráðin með framtíð okkar. "Reisið hús og búið í þeim, plantið garða og etið ávöxtu þeirra. - Látið yður umhugað um heill borgarinnar, sem ég herleiddi yður til, - biðjið til Drottins fyrir henni, því að heill hennar er heill sjálfra yðar." Jer.29.5-7
Með öðrum orðum, á meðan við bíðum eftir því að Drottinn snúi hlutunum okkur í hag, þá eigum við að nota tímann. Koma eins miklu í verk og við mögulega getum. Nýtum tækifærin okkar til fulls.
Margir halda að þeir geti ekki aðhafst neitt á meðan beðið er eftir Drottni, þó svo að verkefnin séu óþrjótandi.
Drottinn segir okkur að biðja fyrir þeim sem í kringum okkur eru, það mun hafa jákvæð áhrif á okkur sjálf og kringumstæður okkar. Allt of margir koma ekki auga á þetta. Við verðum upptekin að einni persónu - okkur sjálfum. Okkur er umhugað um okkar eigin hag.
Drottinn segir, "á meðan þú bíður eftir mér gerðu þá sjálfum þér eitthvað gott, byrjaðu á því að gera eitthvað fyrir aðra." Það er það sem Páll á við þegar hann segir, "Sælla er að gefa en þiggja." Post.20.35 Síðan segir hann einnig, "Þér vitið og sjálfir, að sérhver mun fá aftur af Drottni það góða, sem hann gjörir," Ef.6.8
Þannig er það, að þegar við blessum aðra þá opnum við um leið farveg fyrir Drottin, þannig að hann geti blessað okkur.
Lifum lífinu, notum tíma okkar vel !
Lifðu Lífinu !
Guð segir við sitt fólk, "því að ég þekki þær fyrirætlanir, sem ég hefi í hyggju með yður - segir Drottinn - fyrirætlanir til heilla, en ekki til óhamingju, að veita yður vonarríka framtíð." Jer.29.11
Vonin þarfnast þess að við hlúum að henni. Guð veitir ekki bara vonaríka framtíð og síðan getum við bara gert það sem okkur sýnist. Nei, hann gefur skýr fyrirmæli varðandi það sem gera skal meðan hann leggur á ráðin með framtíð okkar. "Reisið hús og búið í þeim, plantið garða og etið ávöxtu þeirra. - Látið yður umhugað um heill borgarinnar, sem ég herleiddi yður til, - biðjið til Drottins fyrir henni, því að heill hennar er heill sjálfra yðar." Jer.29.5-7
Með öðrum orðum, á meðan við bíðum eftir því að Drottinn snúi hlutunum okkur í hag, þá eigum við að nota tímann. Koma eins miklu í verk og við mögulega getum. Nýtum tækifærin okkar til fulls.
Margir halda að þeir geti ekki aðhafst neitt á meðan beðið er eftir Drottni, þó svo að verkefnin séu óþrjótandi.
Drottinn segir okkur að biðja fyrir þeim sem í kringum okkur eru, það mun hafa jákvæð áhrif á okkur sjálf og kringumstæður okkar. Allt of margir koma ekki auga á þetta. Við verðum upptekin að einni persónu - okkur sjálfum. Okkur er umhugað um okkar eigin hag.
Drottinn segir, "á meðan þú bíður eftir mér gerðu þá sjálfum þér eitthvað gott, byrjaðu á því að gera eitthvað fyrir aðra." Það er það sem Páll á við þegar hann segir, "Sælla er að gefa en þiggja." Post.20.35 Síðan segir hann einnig, "Þér vitið og sjálfir, að sérhver mun fá aftur af Drottni það góða, sem hann gjörir," Ef.6.8
Þannig er það, að þegar við blessum aðra þá opnum við um leið farveg fyrir Drottin, þannig að hann geti blessað okkur.
Lifum lífinu, notum tíma okkar vel !
Skrifað af Jóni Þór
Flettingar í dag: 5552
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 18225
Gestir í gær: 68
Samtals flettingar: 1581440
Samtals gestir: 84122
Tölur uppfærðar: 22.12.2024 06:53:53