03.12.2008 12:19

Hann er góður !

Á þessum tíma ársins er áhersla okkar allra á jólunum. Um leið og verslunareigendur keppast um athygli okkar og við verðum upptekin af því að setja upp jólaljósin, skreyta jólatré, kaupa gjafir og annað sem gera þarf, þá gerist það mjög auðveldlega að við gleymum því mikilvægasta af öllu, sem er að vera þakklátur.  Víða um heim er sá siður að halda sérstaka þakkargjörðarhátíð á þessum tíma árs. Í Bandaríkjunum gerði Abraham Lincoln þakkargjörðardaginn að almennum frídegi árið 1863.
Það er auðvelt að verða upptekinn af öllu öðru. En það er sama hvað öllu öðru líður þá megum við aldrei gleyma að Guð hefur blessað okkur með lífinu, og við höfum svo margt að vera þakklát fyrir.
Biblílan, Guðs orð, hvetur okkur til þess að færa Drottni þakkargjörð. Í Sálmi 106.1 segir, "Hallelúja! Þakkið Drottni, því að hann er góður, þvi að miskun hans varir að eilífu." Kólossubréfið 3.17 segir, "Hvað sem þér gjörið í orði eða verki, gjörið allt í nafni Drottins Jesú og þakkið Guði föður fyrir hann." Og síðan í Hebreabréfinu 13.15 "Fyrir hann skulum vér því án afláts bera fram lofgjörðarfórn fyrir Guð, ávöxt vara, er játa nafn hans."
Stundum er lofgjörð og tilbeiðsla sannarlega fórn. Hvernig þá? Jú, okkur líður ekki alltaf þannig. Ástæðurnar geta verið margar, okkur líður ekki þannig, erum niðurdregin eða hlutirnir eru ekki að ganga eins og við viljum. Ef til vill hafa erfiðleika eða sorg bankað upp á hjá okkur, og við viljum ekki þakka Guði. Sálmur 106.1 segir ekki "Þakkið Drottni, því að ykkur líður svo vel." Það segir, "Þakkið Drottni, því að hann er góður."
Við erum fljót að biðja um hjálp, en sein til að þakka. Samt sem áður er það þannig að hvorutveggja ætti að vera okkur tamt. Það er einkum þrennt sem við verðum að hafa í huga þegar kemur að því að þakka.
Í fyrst lagi, þá verðum við að gera okkur grein fyrir því að Guð er við stjórnina í öllum kringumstæðum í lífi okkar, bæði þeim góðu og slæmu. Rómverjabréfið 8.28 segir, "Vér vitum, að þeim, sem Guð elska, samverkar allt til góðs, þeim sem kallaðir eru samkvæmt ákvörðun Guðs." Guð er meðvitaður um  það sem gerist í lífi okkar, og hann veit hvað það er sem þú ert að ganga í gegnum á þessu augnarbliki.
Í öðru lagi, þá verðum við að gera okkur grein fyrir því að Guð elskar okku og vill okkur alltaf það besta, jafnvel þó að við séum nú sem stendur að ganga í gegnum erfiða hluti. 2. Korintubréfið 4.17-18 segir, "Þrenging vor er skammvinn og léttbær og aflar oss eilífrar dýrðar sem stórum yfirgnæfir allt. Vér horfum ekki á hið sýnilega, heldur hið ósýnilega. Hið sýnilega er stundlegt, en hið ósýnilega eilíft."
Í þriðja lagi, verðum við að gera okkur grein fyrir því að Guð veit betur en við. Hann er alltaf með það sem okkur er fyrir bestu í huga til lengri tíma litið, þar sem við erum upptekin af núinu. En oft er því þannig farið að það sem er okkur til góðs þegar lengra er litið er það ekki núna.
Það er svo mikið sem við þurfum að vera þakklát fyrir. Hefur þú þakkað Guði? Ekki bíða með það, því að hver dagur ætti að vera okkur þakkargjörðardagur.
                                                                         
Flettingar í dag: 526
Gestir í dag: 47
Flettingar í gær: 1064
Gestir í gær: 53
Samtals flettingar: 1671160
Samtals gestir: 86875
Tölur uppfærðar: 23.1.2025 07:36:48