24.10.2008 08:54
Tengdu þig lausnara þínum
"Þótt fíkjutréð beri ekki blóm og vínviðurinn engan ávöxt;
þótt gróði ólífutrésins bregðist og akrarnir gefi enga fæðu;
þótt sauðféð hverfi burt úr kvíum og nautgripir úr fjósum,
skal ég samt gleðjast í Drottni og fagna yfir Guði hjálpræðis míns."
Habakkuk 3.17-18
Habakkuk vissi hvað þurfti að gera þegar kringumstæður virtust vera vonlausar. Tilvera hans var hreinlega að hrynja í kringum hann, eyðingin var hvert sem litið var. En hann vissi að Drottinn var meiri en kringumstæðurna! Svo, hvað var til ráða? Jú, hann bauð Guði að koma inn í kringumstæðurnar með því að lofa og tilbiðja Drottinn. Hann ákvað að vera glaður þar sem hann vissi að það var leiðin til að tengjast þeim sem leysir fjötra. Stendur þú frammi fyrir kringumstæðum sem virðast svartar eða vonlausar? Þá hefur Drottinn áætlun til lausnar fyrir þig. Lofgjörð þín og tilbeiðsla er brúin sem liggur til fyrirheitna landsins þíns. Orð Guðs segir okkur að Guð dvelur í lofgjörð síns fólks og þegar nærvera Drottins kemur þá breytist allt.
Biblían segir okkur líka að í nærveru Drottins er gleði. Gleðin hjálpar okkur að standast í sérhverjum kringumstæðum sem við stöndum frammi fyrir. Það er því alveg sama hvernig kringumstæðurnar líta út, þú getur fagnað í dag því Drottinn vinnur að tjaldabaki að þínum málum. Þegar þú lofar hann þá mun hann fylla þig gleði og úthella yfirflæðandi blessun yfir allt þitt líf.
Bæn
Faðir á himnum, ég kem til þín og treysti því að þú ert lausnari minn. Sama hverjar kringumstæður mínar eru þá ákveð ég í dag að lofa og tilbiðja nafn þitt. Ég ákveð að hald mig nærri þér því þú ert uppspretta styrks, vonar og friðar fyrir líf mitt, í Jesú nafni.
þótt gróði ólífutrésins bregðist og akrarnir gefi enga fæðu;
þótt sauðféð hverfi burt úr kvíum og nautgripir úr fjósum,
skal ég samt gleðjast í Drottni og fagna yfir Guði hjálpræðis míns."
Habakkuk 3.17-18
Habakkuk vissi hvað þurfti að gera þegar kringumstæður virtust vera vonlausar. Tilvera hans var hreinlega að hrynja í kringum hann, eyðingin var hvert sem litið var. En hann vissi að Drottinn var meiri en kringumstæðurna! Svo, hvað var til ráða? Jú, hann bauð Guði að koma inn í kringumstæðurnar með því að lofa og tilbiðja Drottinn. Hann ákvað að vera glaður þar sem hann vissi að það var leiðin til að tengjast þeim sem leysir fjötra. Stendur þú frammi fyrir kringumstæðum sem virðast svartar eða vonlausar? Þá hefur Drottinn áætlun til lausnar fyrir þig. Lofgjörð þín og tilbeiðsla er brúin sem liggur til fyrirheitna landsins þíns. Orð Guðs segir okkur að Guð dvelur í lofgjörð síns fólks og þegar nærvera Drottins kemur þá breytist allt.
Biblían segir okkur líka að í nærveru Drottins er gleði. Gleðin hjálpar okkur að standast í sérhverjum kringumstæðum sem við stöndum frammi fyrir. Það er því alveg sama hvernig kringumstæðurnar líta út, þú getur fagnað í dag því Drottinn vinnur að tjaldabaki að þínum málum. Þegar þú lofar hann þá mun hann fylla þig gleði og úthella yfirflæðandi blessun yfir allt þitt líf.
Bæn
Faðir á himnum, ég kem til þín og treysti því að þú ert lausnari minn. Sama hverjar kringumstæður mínar eru þá ákveð ég í dag að lofa og tilbiðja nafn þitt. Ég ákveð að hald mig nærri þér því þú ert uppspretta styrks, vonar og friðar fyrir líf mitt, í Jesú nafni.
Skrifað af Jóni Þór
Flettingar í dag: 526
Gestir í dag: 47
Flettingar í gær: 1064
Gestir í gær: 53
Samtals flettingar: 1671160
Samtals gestir: 86875
Tölur uppfærðar: 23.1.2025 07:36:48