15.09.2008 11:29

Fylla takk !

Enginn kraftur á jörðinni er öflugri en fólk Guðs sameinað í lofgjörð,  tilbeiðslu og bæn.
Jesús gaf okkur fordæmi varðandi kirkjusókn.
Lk.4.16 segir okkur, um Jesú, að það hafi verið vani hans að sækja reglulega samkunduhúsið. Biblían segir okkur, jú, "að vanrækja ekki safnaðarsamkomur eins og sumra er siður, heldu eigum við að uppörva hvert annað, og það því fremur sem þér sjáið að dagurinn færist nær." Hb.10.25

Af hverju hefur Guð áhuga á því hvort við sækjum samkomur? Jú, ein ástæðan fyrir því að við sækjum kirkju er að heyra Orð Guðs því það kveikir trúnna í hjara okkar Róm.10.17. Kirkjan er ekki bílastæði, hún er bensínstöð. Þangað ferðu til að fylla á tankinn með Orði Guðs þannig að þú getir farið og blessað aðra, og "gert aðra að lærisveinum". Þú myndir ekki fara á bensínstöðina á bílnum þínum, keyra svo heim, leggja honum í bílskúrnum og keyra hann aldrei meir. Á sama hátt þegar þú hefur fyllt á með Orði Guðs í kirkjunni hefur þú fengið kraft til að fara út og deila trú þinni með öðrum.

Kristna lífið snýst ekki um það hversu oft þú ferð í kirkju. Það snýst allt um það hvað þú gerir

Hörðustrengir 230 v.2
Vísa mér á veginn rétta, vanda öllum hrind frá mér,
Lát ei kvíða eða efa, aftra mér að fylgja þér.   
Sjálfur leið ég sízt get valið, sé ég varla handaskil,
Eins og barn í undirgefni, aðeins þér ég fylgja vil.


Játning trúarinnar

Um leið og ég fylli upp með Orði Guðs í samfélagi trúaðra þá er það mér hvatning til þess að deila Jesú með öðrum
þegar þú yfirgefur kirkjubygginguna. Tíminn sem þú eyðir í húsi Guðs gefur þér kraftinn sem þú þarfnast til að lifa trúnni og ná árangri alla vikuna.

                                                         

Flettingar í dag: 5517
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 18225
Gestir í gær: 68
Samtals flettingar: 1581405
Samtals gestir: 84122
Tölur uppfærðar: 22.12.2024 06:31:50