20.08.2008 08:51
Getur hann stólað á þig ?
Lk.12:42 "Drottinn mælti: "Hver er sá trúi og hyggni ráðsmaður, sem húsbóndinn setur yfir hjú sín að gefa þeim skammtinn á réttum tíma?"
Við lofum Drottinn oft fyrir trúfesti hans. Við erum þakklát fyrir það að við getum treyst því að hann verður til staðar fyrir okkur. Það er hins vegar allt of sjaldan sem við hugsum um það að hann þarfnast þess að við séum líka trúföst.
Það er rétt. Guð þarfnast fólks sem hann getur stólað á. Hann þarfnast trúfastra og viturra ráðsmanna sem hann getur stólað á. Á þeim tímum sem við lifum á í dag þá er þörf á trúföstum einstaklingum sem hann getur opinberað sjálfan sig í.
"O, hann þarfnast mín ekki !"
Jú, það gerir hann. Þegar hann skapaði heiminn þá gaf hann manninum vald yfir öllu því sem hann hafði gert og hann þarf á einstaklingum að halda sem eru tilbúnir að gera vilja hans. Þetta er nokkuð sem er gegnumgangandi þráður í Biblíunni. Þegar Ísraelsmenn voru í ánauð í Egyptalandi og hann þurfti á einhverjum að halda til að leið þau þaðan út, þá valdi hann mann, Móse, til að vinna það verk. Hlutverk Móse var að rétta út hönd sína á jörðinni og skipa svo fyrir að vilji Guðs irði.
Hversvegna valdi hann Móse ? Jú, hann þurfti einhvern sem var trúfastur, ekki fullkominn. Hann vill að þú framgangir í trú og trausi til hans eins og Móse gerði þannig að verk hans verði áfram sjáanleg í heiminum.
Í Gamla testamentinu er saga af fjórum líkþráum mönnum sem sátu úti fyrir borgarhliði Samaríu, og þeir höfðu um tvennskonar dauðdaga að velja: að deyja úr hungri í borginni eða vera drepnir af Sýrlendingum fyrir utan borgina.
Það virtist ekki um neina undankomu að ræða eða lausn. Að lokum komust þeir að niðurstöðu,
"Hví eigum við að sitja hér, þangað til við deyjum?" II Kon.7.3
Það er alltaf leið !
Þeir ákváðu að standa á fætur og tóku trúarskref. Þessir holdsveiku menn fundu ekki bara mat handa sjálfum sér, heldur bjargaði Drottinn allri borgini fyrir þeirra tilstilli.
Þegar ekki virðist nein leið út úr vandræðunum, þá þarf eitthvað að gerast í trú. Finndu eitthvað sem þú getur gert. Guð heiðrar djarfa trú, og hann getur vísað þér veginn að lausninni.
Þú veist þú getur stólað á hann - getur hann stólað á þig ?
Við lofum Drottinn oft fyrir trúfesti hans. Við erum þakklát fyrir það að við getum treyst því að hann verður til staðar fyrir okkur. Það er hins vegar allt of sjaldan sem við hugsum um það að hann þarfnast þess að við séum líka trúföst.
Það er rétt. Guð þarfnast fólks sem hann getur stólað á. Hann þarfnast trúfastra og viturra ráðsmanna sem hann getur stólað á. Á þeim tímum sem við lifum á í dag þá er þörf á trúföstum einstaklingum sem hann getur opinberað sjálfan sig í.
"O, hann þarfnast mín ekki !"
Jú, það gerir hann. Þegar hann skapaði heiminn þá gaf hann manninum vald yfir öllu því sem hann hafði gert og hann þarf á einstaklingum að halda sem eru tilbúnir að gera vilja hans. Þetta er nokkuð sem er gegnumgangandi þráður í Biblíunni. Þegar Ísraelsmenn voru í ánauð í Egyptalandi og hann þurfti á einhverjum að halda til að leið þau þaðan út, þá valdi hann mann, Móse, til að vinna það verk. Hlutverk Móse var að rétta út hönd sína á jörðinni og skipa svo fyrir að vilji Guðs irði.
Hversvegna valdi hann Móse ? Jú, hann þurfti einhvern sem var trúfastur, ekki fullkominn. Hann vill að þú framgangir í trú og trausi til hans eins og Móse gerði þannig að verk hans verði áfram sjáanleg í heiminum.
Í Gamla testamentinu er saga af fjórum líkþráum mönnum sem sátu úti fyrir borgarhliði Samaríu, og þeir höfðu um tvennskonar dauðdaga að velja: að deyja úr hungri í borginni eða vera drepnir af Sýrlendingum fyrir utan borgina.
Það virtist ekki um neina undankomu að ræða eða lausn. Að lokum komust þeir að niðurstöðu,
"Hví eigum við að sitja hér, þangað til við deyjum?" II Kon.7.3
Það er alltaf leið !
Þeir ákváðu að standa á fætur og tóku trúarskref. Þessir holdsveiku menn fundu ekki bara mat handa sjálfum sér, heldur bjargaði Drottinn allri borgini fyrir þeirra tilstilli.
Þegar ekki virðist nein leið út úr vandræðunum, þá þarf eitthvað að gerast í trú. Finndu eitthvað sem þú getur gert. Guð heiðrar djarfa trú, og hann getur vísað þér veginn að lausninni.
Þú veist þú getur stólað á hann - getur hann stólað á þig ?
Skrifað af Jóni Þór
Flettingar í dag: 605
Gestir í dag: 56
Flettingar í gær: 1064
Gestir í gær: 53
Samtals flettingar: 1671239
Samtals gestir: 86884
Tölur uppfærðar: 23.1.2025 07:58:00