30.07.2008 23:25

Ker lífs !


Fyrsta kraftaverkið sem Jesús gerði var það að hann breytti vatni í vín í brúðkaupi. Það tvennt sem hann bað þjónana að gera við vatnsílátin sem víninu var síðan ausið úr er það sama og við verðum að gera til að vera "ker" smurð af Drottni.
Fyrst þurfti að tæma ílátin og hreinsa þau af því sem var eftir frá því að þau voru notuð síðast. Á sama hátt þurfum við að losa okkur við allt sem ekki er af Guði til þess að geta verið ker sem Drottinn getur notað.

Þegar búið var að tæma ílátin sagði Jesús þjónunum að fylla þau með vatni. Og "þeir fylltu þau á barma" Jh.2:7. Vatnið er tákn um Heilagan anda. Til þess að Guð geti notað okkur þá verðum við að fyllast af Anda Guðs. Öll höfum við orðið fyrir hnjaski í gegnum lífið en þegar Heilagur andi fyllir okkur þéttir hann í sprungurnar sem hafa myndast við hnjaskið þannig að við verðum heil, II Kor. 1:22  "Hann hefur sett innsigli sitt á oss og gefið oss anda sinn sem pant í hjörtum vorum."

Það næsta sem Jesús sagði þjónunum að gera var að ausa svolitlu af víninu og færa það veislustjóranum, Jh.2:8. Þegar við höfum leift Heilögum anda að tæma okkur og fylla á ný þá verðum við til þess hæf að vera úthelt og blessa aðra.
Vatnið hefði aldrei orði vín ef því hefði ekki verið ausið. Það sem Heilagur andi setur innra með okkur verður að komast út til að færa líf til annarra. Ég trúi því að þetta sé innihaldið í Jh.7:38 þar sem segir "Sá sem trúir á mig - frá hjarta hans munu renna lækir lifandi vatns." Þannig er Heilögum anda ausið úr okkur.
Hvar sem er myrkur og þörf þá erum við ílát Drottins sem eys birtu og lækningu til þeirra sem þurfa.

Trúaryfirlýsing fyrir daginn í dag er:
Þegar ég leifi Guði að ausa sínum Heilaga anda í mig, þá verð ég smurt ker sem hann getur notað til að ausa kærleika sínum til annarra.

                                      

         
Flettingar í dag: 5456
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 18225
Gestir í gær: 68
Samtals flettingar: 1581344
Samtals gestir: 84119
Tölur uppfærðar: 22.12.2024 05:49:39