11.07.2008 08:44
Hefur þú dottið niður af fjalli ?
Hvað ertu nú að tala um ? Jú, hefur þú einhverntíman upplifað það að vera í hæstu hæðum í sambandi þínu við Drottinn og síðan fallið í dýpstu dali efasemda? Þetta hefur komið fyrir mig og ég er í góðum félagskap sem sagt er frá í Orði Guðs.
Hinn mikli spámaður Drottins, Elía en einn af þeim sem fengu að reyna þetta. Hann hafði unnið stórvirki og Jesebel drotning ákvað að drepa hann. Stórmennið flúði, og eftir að hafa verið á flótta í einn dag í eyðimörkinni var hann að niðurlotum kominn og bað Drottinn að leifa honum að deyja. (I. Kon.19.1-4). Hann datt niður fjallið!
Hvað þá með Job, mikill guðsmaður sem var "fullkominn" frammi fyrir Drottni, fyrirvaralaust gerðust ógnvænlegir hlutir í lífi hans. Djöfullinn ásakaði hann frammi fyrir Guði, fjölskyldu hans og eignum var eytt og hann var sleginn illkynjuðum kaunum frá hvirfli til ilja. Algjörlega einn hrópaði Job, "Farist sá dagur, sem ég fæddist á" (Job.3.1) Hann datt niður fjallið!
Hvernig get ég farið aftur upp fjallið? Það þarf trú til ! Þú kemur trúnni af stað með því að teysta því að Guð lyfti þér upp. Síðan hlustarðu eftir raust hans innra með þér varðandi leiðbeiningu um hvað gera skal.
Elía fór á afvikinn stað þar sem hann gat verið einn með Guði, þar sem hann gat hlustað, og hann heyrði Drottin segja, "Elía, gerðu þetta....." I. Kon. 19:9-16. Job hlustaði líka og heyrði Drottinn hvísla í hjarta sitt, "Biddu fyrir öllum þeim sem hafa gert á hlut þinn" Job 42.10.
Við höfum öll fallið niður af fjallinu, en þegar við lítum til Drottins eftir hjálp, þá er hann tilbúinn til að reisa okkur við og lyfta okkur upp á fjalstindinn aftur.
Játning trúarinna
Þegar ég fell í depurð og uppgjöf þá ætla ég að líta til Drottins, sem reisir mig við og lyftir mér upp.
Hinn mikli spámaður Drottins, Elía en einn af þeim sem fengu að reyna þetta. Hann hafði unnið stórvirki og Jesebel drotning ákvað að drepa hann. Stórmennið flúði, og eftir að hafa verið á flótta í einn dag í eyðimörkinni var hann að niðurlotum kominn og bað Drottinn að leifa honum að deyja. (I. Kon.19.1-4). Hann datt niður fjallið!
Hvað þá með Job, mikill guðsmaður sem var "fullkominn" frammi fyrir Drottni, fyrirvaralaust gerðust ógnvænlegir hlutir í lífi hans. Djöfullinn ásakaði hann frammi fyrir Guði, fjölskyldu hans og eignum var eytt og hann var sleginn illkynjuðum kaunum frá hvirfli til ilja. Algjörlega einn hrópaði Job, "Farist sá dagur, sem ég fæddist á" (Job.3.1) Hann datt niður fjallið!
Hvernig get ég farið aftur upp fjallið? Það þarf trú til ! Þú kemur trúnni af stað með því að teysta því að Guð lyfti þér upp. Síðan hlustarðu eftir raust hans innra með þér varðandi leiðbeiningu um hvað gera skal.
Elía fór á afvikinn stað þar sem hann gat verið einn með Guði, þar sem hann gat hlustað, og hann heyrði Drottin segja, "Elía, gerðu þetta....." I. Kon. 19:9-16. Job hlustaði líka og heyrði Drottinn hvísla í hjarta sitt, "Biddu fyrir öllum þeim sem hafa gert á hlut þinn" Job 42.10.
Við höfum öll fallið niður af fjallinu, en þegar við lítum til Drottins eftir hjálp, þá er hann tilbúinn til að reisa okkur við og lyfta okkur upp á fjalstindinn aftur.
Játning trúarinna
Þegar ég fell í depurð og uppgjöf þá ætla ég að líta til Drottins, sem reisir mig við og lyftir mér upp.
Skrifað af Jóni Þór
Flettingar í dag: 605
Gestir í dag: 56
Flettingar í gær: 1064
Gestir í gær: 53
Samtals flettingar: 1671239
Samtals gestir: 86884
Tölur uppfærðar: 23.1.2025 07:58:00