02.07.2008 13:45

Jesús bað ...


Einn af stærstu leyndardómum kristna lífsins er að hann bað. Hann var sonur Guðs og eitt með föðurnum, samt fann hann hjá sér þörfina að biðja.

Jesús byrjaði daginn með bæn,
"Og árla, löngu fyrir dögun, fór hann á fætur og gekk út, vék burt á óbyggðan stað og baðst þar fyrir"  Markús 1.35
Með fordæmi sínu kenndi hann okkur að suma hluti leysum við aðeins í einrúmi með Drottni.

Kristur bað áður en hann tók ákvarðanir. Áður en hann valdi lærisveina sína "fór hann til fjalls að biðjast fyrir og var alla nóttina á bæn"  Lúk.6.12-13.
Hvort sem um er að ræða smáar eða stórar ákvarðanir þá skipta þær allar máli og því er nauðsynlegt að biðja yfir þeim.

Jesús gerði "annríkið" að ástæðu til þess að biðja. Því uppteknari sem Jesús var, því meira bað hann. Þegar mannfjöldinn safnaðist að honum til að heyra hann predika og sjá hann lækna þá segir Orð Guðs okkur að "hann dró sig einatt í hlé til óbyggðra staða og var þar á bæn."  Lúk.5.16

Kristna lífið er samfélag við persónu - Jesúm Krist. Við getum aðeins kynst honum með því að eyða tíma með honum. Þess vegna á það við okkur sem segir í Lúk.18.1 "þeir skyldu stöðugt biðja og eigi þreytast."

Játning trúarinnar.
Drottinn ég get mætt hverjum degi í trú og djörfung af því
ég á stöðugt samfélag við þig.
                                      
Flettingar í dag: 5495
Gestir í dag: 18
Flettingar í gær: 18225
Gestir í gær: 68
Samtals flettingar: 1581383
Samtals gestir: 84121
Tölur uppfærðar: 22.12.2024 06:10:47